Davíð, Kaupþing og Borgarnesræðan

Í lok nóvember árið 2003 fréttist að stjórnendur Kaupþings, Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri, höfðu gert kaupréttarsamning við bankann sem tryggði þeim í það minnsta nokkur hundruð milljóna króna kaupauka. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra gerði sér ferð í útibú Kaupþings og tók út sparnað, eins og má lesa í þessari frétt.

Sigurður og Hreiðar Már hættu við kaupréttarsamninginn vegna mótmæla í þjóðfélaginu. En þeir fundu aðrar leiðir til að efnast, eins og kom á daginn.

Davíð Oddsson bar pólitíska ábyrgð á stjórnarstefnunni sem gerði auðmönnum kleift að sölsa til sín auðæfi og sólunda þeim. Davíð reyndi hins vegar að sporna við þróuninni þegar hann sá að út í ógöngur var komið. Hálfu ári eftir að hann tók út sparnaðinn í Kaupþingi stóð Davíð að fjölmiðlafrumvarpi sem átti að takmarka eignarhald auðmanna á fjölmiðlum. Með Samfylkinguna í broddi fylkingar tókst með aðstoð forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að koma frumvarpinu fyrir kattarnef.

Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar vorið 2003 sló tón sem Samfylkingin hélt æ síðan. Hún nefndi sérstaklega þrjá aðila í viðskiptalífinu sem hún taldi Davíð Oddsson hafa farið illa með; Baug, Kaupþing og Norðurljós, sem þá voru í eigu Jóns Ólafssonar.

Samfylkingin gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn almennt og Davíð Oddsson sérstaklega fyrir stjórnlyndi. Þessi taktík Samfylkingarinnar var til að sækja stuðning frá viðskiptalífinu en þar á bæ vildu menn fá meira svigrúm til athafna. Í Borgarnesræðunni gekk Ingibjörg Sólrún svo langt að taka undir með Baugsfjölskyldunni að rannsókn yfirvalda á starfsemi félagsins væri í þágu hins stjórnlynda Davíðs.

Samfylkingin er ekki saklaus af því að hlaða undir útrásarauðmenn og grafa undan yfirvöldum sem tóku háttsemi auðmanna til rannsóknar - löngu fyrir hrun, vel að merkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Nákvæmlega, en fáir setja samfylkingarfólk í ábyrgðir fyrir bullinu sem hér var við líði. Nú vilja menn Samfylkinguna vegna ESB og kann það að vera enn eitt Samfylkingarbullið.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 23.8.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Síðuhöfundur er verri en Kjartan Jóhannsson og náhirðin, enda málpípa þeirra árum saman.

Þetta má kalla hundstryggð.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.8.2009 kl. 21:57

3 identicon

Alltaf samam sagan með Samspillingarliðið.  Í hlutverki apanna þriggja.  Heyra ekkert, segja ekkert og sjá ekkert.  Eina sem þeir geta, er að ráðast á menn eins og Pál, sem sér, heyrir og segir sannleikann um Samspillinguna sem og aðra flokka og málefni sem menn eru með allt niðrum sig í.

Nægir að benda á þessa færslu, og viðbrögð Samspillingarmanna vegna færslunnar um Sigmund "þreytta" Ernir þegar hann gerði sig að fífli í ræðustól Alþingis.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Sævar Helgason

Svo lengi sem elstu menn mundu- hafði Mogginn ,sem var í eigu fv. auðstéttar á Íslandi -oft kennda við Kolkrabbann - haft algjöra yfirburði í fjölmiðlun á Íslandi. 

Þessir yfirburðir í fjölmiðlun viðhélt völdum og auði þessarar auðstéttar. Þá kom allt í einu köttur í ból bjarnar- Fréttablaðið og borið frítt inná hvert heimili í landinu. Það var vá fyrir dyrum fv. eigenda Íslands- Kolkrabbans.  Nýtt auðveldi var risið-Baugur.  Og frjálshyggjan í heild tók völdin með öflugum stuðningi stjórnvalda þess tíma sem í hönd fór- Sjálfstæðisflokksins með stuðningi smáflokka- hverju sinni... Og nú er allt hrunið og með öllur óvíst með framtíð -  bæði Mogga og fréttablaðsins....það er ekki á vísan að róa þessa dagana

Sævar Helgason, 23.8.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Og enn er þessi spillingarflokkur í fullu starfi í ríkisstjórn Íslands. Kosinn af þjóðinni sem vildi afnema spillingu. Fáránlegt. Það er ekkert skrýtið þó útrásarglæpamenn lifi góðu lífi í stað þess að vera í fanglesi þegar þeir hafa uppáhaldsflokkinn sinn í stjón, Samfylkinguna með VG í hundaól í eftirdragi.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.8.2009 kl. 01:15

6 identicon

Gott að halda þessu til haga. Samfylkingarfólk vill helst ekki muna eftir þessu

blm (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:33

7 identicon

Góðir punktar og við skulum líka muna eftir því hvar Davíð keypti jarðaberin en hann er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur gert athugasemd við stærð Baugs á smásölumarkaðnum.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:57

8 identicon

Gott fólk... almenningur er LOKSINS farinn að sjá í gegnum eðli samfylkingarinnar !! Það verð ég var við á blogginu, í blöðum og í samtölum við fólk.

Loksins virðist þessi hentistefnuflokkur fá uppskeru sem raunverulega tengist fræinu sem þeir hafa sáð í skjóli myrkurs !!

Ég er frekar vinstri sinnaður í eðli mínu og hef oft haft illan bifur á xD. Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það að þeir hafa aðeins í litlum mæli reynt að fela eðli sitt, það get ég sætt mig við. En undirförli er ein sú viðurstyggilegasta hegðun sem maðurinn verður uppvís af og þar á samfylkingin lögheimili, hentistefnu, populista og skoðanakannanna flokkur.

Eitt er að vera saurugur og stoltur af því..annað, og verra, er að vera saurugur og fela það, ÁN vilja til breytinga.

Man einhver eftir Rauðhettu og úlfinum ???

þAÐ ER HREINT MEÐ ÓLÍKINDUM HVE MARGIR ÍSLENDINGAR KUSU ÞENNAN FLOKK Í SÍÐUSTU KOSNINGUM, TRÚANDI ÞVÍ AÐ ÞESSI FLOKKUR HAFI SNERT AF ÆRU OG HEIÐRI Í HJARTA SÍNU !!!

runar (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:03

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sævar Helgason :  Morgunblaðið hætti fyrir meira en áratug að vera sérstakt málgagn Sjálfstæðisflokksins að öðru leyti en því að ritstjórarnir hafa ekkert verið að fela sjónarmið sín. Þetta sést á fréttaskrifum blaðsins að þar fer ekkert í klafa flokka nema að menn hafa kennt að blaðið hefur í fréttaflutningi ef eitthvað er dregið taum vinstri flokka og jafnvel helst Samspillingarinnar. ´Blaðamenn Morgunblaðsins eru að líkindum að meirihluta til vinstra megin miðju.

Hitt er verra með Fréttablaðið að það sigldi undir fölsku flaggi eftir að geislaBAUGSfeðgarnir náðu hrammi sínum á eignarhaldið þar. Það var reynt að leyna því fram í rauðan dauðann hver ætti blaðið og fjölmiðlana þeirra geislaBAUGSfeðga. Það er verra en á þeim dögum þegar Morgunblaðið var hallt undir Sjálfstæðisflokkinn, menn gengu að því sem vísu og lásu það með tilliti til þeirrar staðreyndar. Fréttablaðið reyndi að láta líta út fyrir hlutleysi sitt sem síðan kom á daginn að það var að blekkja fólk. Þetta komst svokallaður „Baugspenni“ að nýlega eins og sjá má í DV um helgina :

http://www.dv.is/frettir/2009/8/21/hallgrimur-david-hafdi-rett-fyrir-ser-um-365/

„Fjandinn hafði það, Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér“

Hallgrímur segist í helgarviðtali DV vera sammála Davíð Oddssyni að fjölmiðlar 365 hafi verið réttnefndir Baugsmiðlar.

Hallgrímur segist í helgarviðtali DV vera sammála Davíð Oddssyni að fjölmiðlar 365 hafi verið réttnefndir Baugsmiðlar. Mynd: Karl Petersson.

Föstudagur 21. ágúst 2009 kl 14:51

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Hallgrímur Helgason telur að Davíð Oddsson hafi haft rétt fyrir sér þegar hann kallaði miðla 365 Baugsmiðla á sínum tíma. Hallgrímur segir þetta í opinskáu helgarviðtali við DV sem kom út í dag. Ummælin eru nokkuð söguleg þar sem Hallgrímur og Davíð hafa ekki sammælst um margt í gegnum tíðina og var Hallgrímur eitt sinn tekinn á teppið hjá Davíð og skammaður eftir að hafa búið til að orðatiltækið „Bláa höndin“, líkt og hann ræðir um í viðtalinu.

Í viðtalinu segir Hallgrímur. „Fyrir um það bil ári hitti ég háttsettan Baugsmann sem gumaði af því að hann gæti notað sína miðla eins og hann vildi. Það var sorgleg uppgötvun og ég hugsaði með mér: Fjandinn hafði það, Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér. Þetta voru og eru Baugsmiðlar. Og þó að Baugur eigi DV í gegnum einhvern spámiðilinn finnst mér þó að þetta blað sé að reyna að sýna lit.“

Í viðtalinu segist Hallgrímur þó vera á móti fjölmiðlafrumvarpinu eins og það birtist í sinni upprunalegu mynd. „Þar var leiðtoginn orðinn Litli Pútín sem vildi drepa alla miðla nema Mogga sinn. Við bjuggum náttúrlega í hálfgerðu einveldi hérna og lesum nú í DV að meira að segja hornsteinar samfélagsins voru merktir fæðingardögum foreldra leiðtogans mikla sem sýnir bara hversu klikkað ástandið var.“

Opinskátt viðtal við Hallgrím Helgason er að finna í helgarblaði DV sem kom út í dag

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.8.2009 kl. 15:22

10 identicon

Fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddson, kom í veg fyrir að lagafrumvarp, sem forseti lýðveldisins synjaði staðfestingar, væri lagt undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.

Davíð var í lófa lagið að láta kjósa um lagafrumvarpið í leynilegri atkvæðagreiðslu en kaus að gera það ekki.  Það er því skamm góður vermir að kenna forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnari, um tangarhald auðmanna á fjölmiðlum lýðveldisins.

Krímer (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:28

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gylfi Gylfason er með fingurinn á púlsi geislaBAUGSfeðga sem endranær eins og sjá má í nýrri bloogfærslu hans :

http://gylfablogg.blog.is/blog/gylfablogg/entry/936267/

BaugsHagar notuðu óeðlileg bankatengsl til að skapa hér óviðráðanlegt samkeppnisumhverfi og nú berast þær fréttir að kolkrabbaáhrifunum verði viðhaldið af skilanefnd Kaupþings.

Á sama tíma eru alvarleg skattalagabrot Baugsmanna í meðferð héraðsdóms en eftir þá liggur ógeðfelld slóð siðlausra viðskiptatilburða sem hafa veikt stoðir samfélagsins. Aðferðarfræði þeirra snýst um að vera öllu megin borðsins, semja við sjálfa sig og lána sjálfum sér.

Yfirgangur, hringamyndun og algjör virðingarskortur fyrir heilbrigðum leikreglum er rauði þráðurinn í gegnum athafnir Baugsmanna sem örugglega eiga eftir að bjóða allri skilanefndinni til Flórída í þakklætisskyni fyrir greiðasemina.

Ef þetta verður að veruleika þá er alvarlegur lasleiki í okkar samfélagi sem kreppan virðist ekki hafa upprætt. Auðvitað á að taka Jón Ásgeir úr umferð í Íslensku viðskiptalífi því hann hefur fyrir löngu sýnt að siðferði skiptir hann engu.

En siðferði skiptir þjóðina öllu máli og eigum við að láta bjóða okkur að einhverjir Kaupþingsgaurar lúffi enn eina ferðina og samþykki báknið sem sannanlega hefur ekkert fært þjóðinni nema ógæfu.


mbl.isFá breska fjárfesta inn í rekstur Haga

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.8.2009 kl. 16:42

12 identicon

 Sammála höfundi.

 Það má  virða það upp að vissu marki, þegar stjórnmálamenn þora að standa á sannfæringu sinni.

 Ég vil ekki hlífa stjórnmálamönnum sí og æ með því að  benda alltaf á stjórnmálaflokkinn.  Ég vil að stjórnmálamenn séu gerðir ábyrgir gjörða sinna  sem einstaklingar. Óhæfir stjórnmálamenn  sækja mjög í það að skýla sér á bak við fjöldahreyfinguna og komast upp með það.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband