Evran kyrkir Íra

Leið Íra úr kreppunni er að láta evruna lönd og leið og taka upp eigin gjaldmiðil. Að öðrum kosti stefnir Írlandi í langt samdráttarskeið með atvinnuleysi og fallandi þjóðartekjum. Þetta segir David McWilliams dálkahöfundurIrish Independent.

Sveigjanleiki sem fæst með eigin mynt er gulls ígildi þegar kreppir að. Stór fjölþjóðamynt er smáþjóð aftur þungur baggi að bera vegna þess að skráning myntarinnar tekur ekki mið af hagsmunum smáþjóðarinnar.

Írar myndu flestir vilja vera í sporum Íslendinga, með eigin mynt og utan Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétt greining og eflaust væri aðlögun Íra að breyttu efnahagsumhverfi sársaukaminni hefðu þeir sjálfstæðan gjaldmiðil. En hinsvegar verður að hafa í huga að það er nánast ómögulegt fyrir Íra - sem og aðrar þjóðir sem hafa evru sem lögeyri - að kasta henni fyrir róða. Slíkt væri ávísum á meiriháttar gjaldeyriskreppu og myndi eflaust gera það að verkum að írsk stjórnvöld gætu enganveginn fjármagnað skuldabréf sín á fjármálamörkuðum.

Írarnir eru í vondum málum og því miður eiga þeir enga undankomuleið nema að herða sultarólina án þess sveigjanleika sem hlýst af því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Það gleymist oft á að minnast á það að upptaka evru er í raun óafturkræf ákvörðun.

Freyr (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 12:44

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Innlendan kostnað geta þeir að vísu lækkað með því að setja lög sem kveða á um lækkun launa um x-prósent....þetta er mjög vinsæl aðgerð, eða hitt þó heldur og er nokkuð góð ef maður vill framkalla uppþot.

Haraldur Baldursson, 6.5.2009 kl. 14:53

3 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Vandamál Íslands er ekki krónan, heldur efnahagsstjórnin. Ef einstaklingur er alkahóllisti þá leysir hann ekki málið með að skipta um gjaldmiðil.

Á Íslandi starfa 90 lífeyrissjóðir með fullum stjórnunarkostnaði. Hvað eru margir sem vinna í fjármálakerfinu. Þetta gengur ekki upp.

Fjöldi Íslendinga er svipaður og starfsmenn GE. Ætli þeir séu með 63 manna stjórn ?

Axel Pétur Axelsson, 6.5.2009 kl. 16:10

4 identicon

Það vill enginn vera í sporum Íslendinga, hvorki Írar né aðrir. Kreppan er dýpst hér, gjaldþrotin flest og tapið mest.

"Sveigjanleiki" íslensku krónunnar er ekki gulls ígildi. Það eru öfugmæli ársins. Sveigjanleiki íslensku krónunnar er búinn að setja tugþúsundir fólks og fyrirtækja á hausinn. Krónan er nefnilega hluti af hruninu, hún bæði ýkti hrunið hér á landi og stendur í vegi fyrir endurreisninni.

Með því að halda þessari fjarstæðu fram ertu að gera grín að saklausu fólki, sem hefur séð eignir sínar brenndar á báli. Í boði íslensku krónunnar.

Evreka (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 16:59

5 identicon

Hárrétt hjá þér Páll

Við eigum að halda okkur við krónuna - okkur mun takast að byggja upp alþjóðlegt traust á henni - á svona 10 eða 20 eða 30 ....eða eitthvað árum OG ÞÁ getum við sleppt gjaldeyrishöftunum og verið þjóð á meðal þjóða.

Aðalatriðið er að vera tilbúin til að lifa þessi x ár af!

Stína fína (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 18:55

6 identicon

Stína: Það er ekki hægt að taka upp evru án þess að uppfylla stöðugeikaskilyrði Maastricht-sáttmálans. Þegar Ísland verður komið í stand til þess verða gjaldeyrishöftin löngu farin (raunar þyrftu þau að vera farin til þess að fara í gegn um venjulegt ERM II ferli). Háu vextirnir verða líka farnir og verðbólgan.

Evran er naglasúpulausn.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:47

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það hefur lengi fylgt mannskepnunni að þykja þægilegt að finna einhvern blóraböggul, ekki verra ef hann er mállaus, og kenna honum um öll heimsins vandamál.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband