Frjálshyggjukratar

Fallnir talsmenn auðhyggju og samfylkingarfólk er samstíga um öll vötn skuli falla til Brussel. Sameiginlegir hagsmunir frjálshyggjukrata er að stýra dagskrá opinberrar umræðu frá meinvaldi síðustu ára sem er græðgisvæðing samfélagins.

Samfylkingin tók upp aðferðafræði Verkamannaflokks Tony Blair í Bretlandi, að verða kaþólskari en páfinn. Græðgisvæðingin var jafn taumlaus á valdavakt Samfylkingar sem hún hafði verið í tíð samstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Októberhrunið afhjúpaði villigötur auðhyggjunnar. Í stað þess að kannast við blekkinguna og efna til uppgjörs vilja frjálshyggjukratar leiða okkur á nýja blindgötu, einstefnuna til Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband