Reipi í boði Baugs

Baugur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gerir það ekki endasleppt. Hann fléttar mútureipi fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og svo auðvitað Binga spillta til að hengja sig í. Þegar tímasetningin er rétt lætur Jón Ásgeir hlerann falla - og auðvitað á sinni eigin sjónvarpsstöð. Snoturt.
mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Ásgeir er snillingur, það vissum við alltaf, verst hvað hún reynist þjóðinni dýr.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:03

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Frjálshyggjan var orðin svo yfirgengileg að það vantar bara auglýsingu aftan á jakkafötin/dressið: "Þessi stjórnmálamaður er í boði FL Group". Lýðræðið mun ekki njóta sín í komandi kosningum ef ekki verður upplýst um þessi mál að fullu - hjá öllum flokkum. Líklega er það svo að eini flokkurinn með hreina samvisku er sá nýjasti X-O?

Guðmundur St Ragnarsson, 21.4.2009 kl. 21:21

3 identicon

Þessi frétt eins og hún var borin fram af stöð 2 er bara rógur !

Það getur hver sem er sagt að einhver hafi einhver tíman gert eitthvað !

Enn að sannast að fjölmiðlafólk hér á landi er handónýtt , og gerir bara það sem því er sagt !

Það var bara bein, ekkert kjöt !

JR (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:34

4 identicon

Er þetta JR úr Dallas...þekkir greinilega ekkert til á klakanum.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:59

5 identicon

Shoot the messenger.  Þetta er nú ekki alveg bara eitthvað einhverntímann er það JR?  Fréttastofan segist hafa heimildir fyrir þessu þó svo að hún gefi þær ekki upp.

Einar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:06

6 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Alltaf sannast máltækið,, Margur verður af aurum api.....

Gísli Már Marinósson, 21.4.2009 kl. 23:04

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það hvarflar að manni að síðustu kaupin á Stöð 2 og Fréttablaðinu verið huguð með einhverja gjörninga í huga. Annars heyrði ég það í dag að Jón Ásgeir hafi farið fram á stöðu Utanríkisráðherra í næstu ríkisstjórn. ,,There is no free lunch".

Sigurður Þorsteinsson, 21.4.2009 kl. 23:34

8 identicon

Jón er örugglega komin í VG núna enda telur hann að nú sé öryggið þar.Ætla reikna með að þeir fari í stjórn áfram.N.k. samstjórn bankanna undir forystu VG og Samfylkingar. Sama gildir raunar um fjölda ríkisstarfsmanna sem voru áður í

D til að fá vinnuna.Nú ætla þeir allir að halda vinnunni og eru því í ´´sigurliðinu´´ Vinstri grænum og með því að spila með þá vonast þeir til að halda vinnunni.Það verður hinsvegar skammgóður vermir því eftir kosningar tekur ríkistjórn AGS til og á eftir að reka mikinn fjölda ríkisstarfsmanna. 

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 23:42

9 identicon

að búa til atburðarrás þarnas ei snillings, heldur eingöngu kunnáttu á meðvitund fólksins, að eiga fjölmiðla er einungis verkfæri þeirra í því að forrita undirvitund fólks, einföld lög heimsins sem virka vel á lítið meðvitað fólk. 87% mannkyns myndar sér skoðun á þeim miðli sem það les og áliti annara.

Rikilius (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 23:49

10 Smámynd: Ár & síð

Sumir eru nú viljugri að hengja sig en aðrir...
Matthías

Ár & síð, 22.4.2009 kl. 08:12

11 identicon

Mér fannst þetta stórundarleg frétt á stöð 2. Einkennilega framsett eins og fuglahvísl frá Gróu á Leiti. Það hlýtur að koma framhald og niðurlag. Það vantaði.

Ína (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:24

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Guðlaugur Þór fékk 4 miljónir frá..........já Baugi

Finnur Bárðarson, 22.4.2009 kl. 16:01

13 Smámynd: Andrés Magnússon

Hvað var það aftur, sem Lenín sagði um reipið?

Andrés Magnússon, 22.4.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband