Risaeðlur, Darwin og trúarvísindin

Vitundarskipti Evrópumanna, einkum Breta, á 19. öld er viðfangsefnið í nýrri bók, Ómögulegar ófreskjur, eftir Michael Taylor. Í viðtali á Unherd gefur höfundur stutta útgáfu. Á 19. öld finnast bein og steingervingar sem kippa stoðum undan kenningu kirkjunnar um guð sem höfund heimsins. Fyrsta menningarstríðið var á milli kirkjunnar og vísindanna, segir Taylor.

Darwin gaf vísindunum nýja hugmyndafræði, þróunarkenninguna, rétt eftir miðja 19. öld, og þar með var leikurinn tapaður kirkjunni.

Náttúrleg guðfræði var fræðilega heitið á vísindum sem í fyrstu áttu að sameina kennisetningar Biblíunnar og leifar af risaeðlum, sem ekki er gerð grein fyrir í sköpunarsögunni. Frumkvöðlar nýju vísindanna komu margir úr klerkastétt. Kristin heimsmynd var forsenda nýju vísindanna.

Ef maður trúir á þróunarkenningu Darwins, sem ég geri, segir Taylor (23:50), þá hlaðast sönnunargögnin upp. Tja, já og nei. Það er ekki hægt með gögnum að rekja þróun mannsins aftur í tímann stig af stigi til frumapans sem er sameiginlegur forfaðir manna og apa. Elsti tvífætlingurinn er tímasettur fyrir fjórum milljónum ára. Maðurinn er um 200 þúsund ára gömul tegund. Tímaspönnin þar á milli er löng og lítt kunn. Kenningin segir og við trúum en gögnin vantar.

Fáeinir úr röðum vísindamanna voga sér að andæfa, t.d. David Berlinski, sem segir líffræði Darwin ekki standast vísindalega aðferðafræði. Engin forspá er í þróunarkenningunni og tilgátur ekki hægt að prófa. Berlinski og þeir fáu sem líkt tala fá lítinn hljómgrunn. Svona eins og náttúrulegu guðfræðingarnir á fyrri hluta 19. aldar. Ráðandi sjónarmið eru önnur.

Þróunarkenningin heldur enn, þótt rök og gögn veikist fremur en styrkist. Vísindin eru bætt upp með skorti á valkostum. Við sitjum uppi með trúarvísindin um upphaf manns og heims. Á löngum föstudegi er vert að íhuga hvort þröskuldurinn til skilnings sé manninum óyfirstíganlegur. Kannski er það eilíft hlutskipti mannsins, að trúa en vita ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Það vantar alltaf þriðja sjónarhornið í þessa umræðu:

Þ.e. að "GUÐIRNIR VORU GEIMFARAR" frá öðrum stjörnukerfum

eins og Erich Von Daniken heldur fram í sínum bókum.

-----------------------------------------------------------------------------

Fyrstu verurnar sem að komu til jarðarinnar fyrir ca. 26 milljónum ára voru einhverskonar eðlufólk sem að kom hingað til jarðarinnar með geimskipum.

Það voru þessar verur sem að fluttu risaeðlurnar til jarðarinnar á sínum tíma (Væntanlega í eggja-formi)  og notuðu þær sem fæðu með sama hætti og veiðimenn veiða hreindýr í dag.

https://contact.blog.is/blog/geimveru_handbokin/entry/2293085/

Það var engin tilviljanakennd þróun.

----------------------------------------------------------------------------- 

Fyrir c.a. 1.350.000 Bc. að þá kom hópur fólks frá öðru stjörnukerfi til jaðrarinnar með geimskipum, þ.e. sá kynþáttur sem að við köllum Ástralíufrumbyggja.  

https://contact.blog.is/blog/geimveru_handbokin/entry/2293807/

--------------------------------------------------------------------------

Á sama tíma kom asíu-kynþátturinn til jarðarinnar einnig með hátækni-geimskipum:

https://contact.blog.is/blog/geimveru_handbokin/entry/2293774/

------------------------------------------------------------------------------

HVÍTI KYNSTOFNINN sem að við erum komin af, kom til jarðarinnar 32.400.BC:

með hátækigeimskipum frá ALTEAN-stjörnukerfinu og settist að í ATLANTIS.

Það var Eden-garðurinn sem að getið er um í okkar BIBLÍU.

Þá hófst hin skráða ssga:

https://contact.blog.is/blog/geimveru_handbokin/entry/2298415/

Dominus Sanctus., 29.3.2024 kl. 10:49

2 Smámynd: Dominus Sanctus.

Þó svo að fyrsta fólkið hér á jörðu hafi verið gestir / verur sem að komu frá öðrum stjörnukerfum að þá þarf það ekki að útiloka

að það sé til eitthvað sem að við gætum kallað "GUÐ" (VITRÆN HUGSUN):

https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2292781/

https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2292746/

https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2292733/ 

Dominus Sanctus., 29.3.2024 kl. 10:54

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Þetta er skráð á steintöflur Súmera..

Guðmundur Böðvarsson, 29.3.2024 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband