Tjáningarfrelsið - þrátt fyrir Loga

Tjáningarfrelsinu í stjórnarskránni er óhætt á meðan menn eins og Snorri Óskarsson nýta sér það til að tjá sannfæringu sína. Eða eins og segir í 73. grein stjórnarskrárinnar:

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. 

Logi Einarsson formaður Samfylkingar  sagði mannréttindi Snorra lítils virði ef hann nýtti þau til að hafa rangar skoðanir. Logi sagði í viðtali:

Varðandi tjáningarfrelsi Snorra segir Logi að tjáningarfrelsinu séu settar skorður. „Tjáningarfrelsið, það má aldrei skerða rétt annarra,“ segir Logi.

Samkvæmt Loga er tjáningarfrelsið aðeins fyrir ,,réttar" skoðanir. Menn eins og Logi eru stórhættulegir mannréttindum. Útgáfa Loga af mannréttindum er beint upp úr Dýrabæ Orwell: sumir eru jafnari en aðrir, sumar skoðanir á að banna.


mbl.is Snorri í Betel fær 6,5 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta eru HIMINHÁAR greiðslur sem kallinn fær.innocent

Jósef Smári Ásmundsson, 16.11.2017 kl. 17:23

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það eru fyrst og fremst menn eins og Snorri sem eru stórhættulegir mannréttindum vegna þess að málflutningur eins og hann hefur staðið fyrir í garð samkynhneigðra leiðir bæði til skertra mennréttinda þeirra og jafnvel ofsókna. Slíkur hatursáróður eins og annar hatursáróður er stórhættulegur og hefur oft leitt til hryllilegra ofbeldisverka. Höfum í huga að Helförinn byrjaði ekki á gasglefunum heldur á haturáróðri í garð gyðinga.

Sigurður M Grétarsson, 16.11.2017 kl. 19:09

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sigurður þú talar eins og fulltrúi NKVD.

Páll Vilhjálmsson, 16.11.2017 kl. 19:21

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Reyndar er svolítið til í þessu hjá Sigurði. Á ekki bara að fara eftir reglunni: Þú mátt gera og segja það sem þú vilt svo framarlega að það komi ekki niður á öðrum.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.11.2017 kl. 20:50

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SMG og JSÁ

Hver er skerðing mannréttinda samkynhneigðra og hvetur til ofsókna gegn þeim sem Snorri Óskarsson hefur talað fyrir?

Hver er þessi hatursáróður sem hann hefur sett fram?

Spurningin til ykkar kumpána er augljós: Þið hafið lítt, ef nokkuð, lesið skrif Snorra Óskarssonar.

Er ekki rétt að þið kynnioð ykkur þau skrif áður en þið skrifið svona liðugtr ú hugarheiminum mikla.....?

Menn verða að gæta sín á að gerast ekki sleggjudómara göturæsisins með Gróu á Leiti sem helsta vitni sitt.

Takið ykkur Jón Steinar Gunnlaugsson til fyrirmyndar sem dómara.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.11.2017 kl. 21:08

6 Smámynd: Valur Arnarson

Jósef og Sigurður

Hann Eldur Ísidór er samkynhneigður og algörlega ósammála ykkur. Málflutningi Snorra er betra að mæta með rökum.

Valur Arnarson, 16.11.2017 kl. 21:44

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Fyrirgefðu Valur en það eina sem var að segja í mínum skrifum var það að fólk hefur rétt á því að gera og segja svo framarlega sem það særir ekki aðra.  Ég hef ekkert lesið eftir Snorra svo ég muni enda kemur það málinu ekkert við. Ég hef ekkert tjáð mig um sekt eða sýknu Snorra . Það sem ég er sammála í orðum Sigurðar er að hatur er til alls fyrst. Og ég þekki heldur ekkert ti Elds ísadórs né hans skoðana .

Jósef Smári Ásmundsson, 16.11.2017 kl. 22:04

8 Smámynd: Valur Arnarson

Allt í góðu Jósef. Ég hélt þú værir að taka undir fasista hugmyndir SMG. Að reka fólk úr vinnunni, útiloka fólk frá vinnumarkaði fyrir sérkennilegar skoðanir er náttúrulega síðasta sort. Ég tala nú ekki um að fangelsa þegnana vegna tjáningar.

Við sjáum kannski hér hvers vegna Samfylkingin er komin út á jaðarinn í íslenskum stjórnmálum.

Valur Arnarson, 17.11.2017 kl. 00:10

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég veit satt að segja ekki hvort ég get verið sammála að ekki sé réttlætanlegt að reka fólk úr vinnu vegna sérkennilegar skoðanir. Það hlýtur að verða að meta það hvort þær skoðanir ganga gegn réttu siðferði sem viðurkennt er í þjóðfélaginu og geti þar verið meiðandi fyrir ákveðinn hóp sem starfsmaðurinn umgengst eða hefur umsjón með. Vonandi verð ég ekki talinn fasisti fyrir að viðra þessa skoðun.

P.s. ´Ég væri eflaust talinn vonlaus fyrirlesari í hópi öfgakristinna með þessar undarlegu skoðanir og spurning hvort mér yrði ekki vikið úr salnum.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.11.2017 kl. 08:38

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Valur. Hvar réttlætti ég það að Snorri hafi verið rekin úr vinnunni? Ég sagði bara að hatursáróður eins og hann hefur haft í frammi er stórhættulegur. Það er þess vegna sem Sameinuðu þjóðirnar hvetja aðildarríki sín til að setja lög sem banna hatursáróður og það er þess vegna sem nánast öll vestræn ríki eru með lög sem banna hatursáróður sem í flestum tilfellum ganga mun lengra en ískensk lög þar að lútandi.

En bara ein spurning sem ég er þó ekki að réttlæta brottrekstur Snorra með heldur bara útskýra stöðu skólayfirvalda á Akureyri. Hvað myndi þér finnast ef þú ættir börn í grunnskóla og kennarinn þeirra væri ítrakað að skrifa hatursáróður um gyðinga á bloggsíðu sinni og jafnvel facebook síðunni sinni. Myndir þú vilja hafa hann sem kennara barnanna þinna? Ég held að ástæða þess að Akureyrarbær rak Snorra hafi fyrst og fremst verið vegna kvartana frá foreldrum nemenda hans sem jafnvel hafa verið farnir að óska eftir að börnin sín yrðu færð til annars kennara. Og af hverju heldur þú að Snorri sé ekki búinn að fá aðra vinnu þrátt fyrir mikin skort á grunnskólakennurum?

Sigurður M Grétarsson, 17.11.2017 kl. 08:57

11 Smámynd: Valur Arnarson

Sigurður M Grétarsson,

Hvort finnst þér:

1. Að Snorri hefði átt að vera rekinn.

2. Að Snorri hefði ekki átt að vera rekinn.

Það er erfitt að eiga skoðanaskipti við einhvern, sem kemur ekki skoðunum sínum nægilega vel á framfæri. Við þurfum að fá þetta á hreint áður en lengra er haldið.

Ég vel valkost númer 2, þ.e. að Snorri hefði ekki átt að vera rekinn.

Nú er það komið nægilega skýrt á framfæri, og ég ætlast til þess sama af þér, ef þú ætlar að hafa við mig skoðanaskipti.

Ef kennari barnanna minna færi að blogga og bloggið hans væri fullt af gyðingaandúð, eða jafnvel bara andúð á verkfræðingum. Þá myndi ég bara blogga um hann á móti.

Hins vegar ef hann færi að reyna að heilaþvo börnin mín með slíkum áróðri, þá er það auðvitað allt annað, og hann komin út fyrir sína persónulegu friðhelgi.

Valur Arnarson, 17.11.2017 kl. 09:38

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SMG og JSÁ

Þið hafið sýnt það að þið þekkið ekki til skrifa Snorra, né kennsluaðferða og vitnisburð nemenda hans fyrr og síðar.

Hver er skerðing mannréttinda samkynhneigðra og hvetur til ofsókna gegn þeim sem Snorri Óskarsson hefur talað fyrir?

Hver er þessi hatursáróður sem hann hefur sett fram?

Spurningin til ykkar kumpána er augljós: Þið hafið lítt, ef nokkuð, lesið skrif Snorra Óskarssonar.

Er ekki rétt að þið kynnioð ykkur þau skrif áður en þið skrifið svona liðugtr ú hugarheiminum mikla.....?

Menn verða að gæta sín á að gerast ekki sleggjudómara göturæsisins með Gróu á Leiti sem helsta vitni sitt.

Takið ykkur Jón Steinar Gunnlaugsson til fyrirmyndar sem dómara.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.11.2017 kl. 11:07

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Af hverju ertu svona í vondu skapi, Gísli? Ertu leiður yfir því að þið félagarnir geta ekki lengur komið saman á Hlemmi?

Jósef Smári Ásmundsson, 17.11.2017 kl. 13:03

14 Smámynd: Egill Vondi

Aulafyndni getur vart talist gott svar við spurningum Predikarans. Því get ég ekki tekið mikið mark á síðustu færslu Jósefs Smára.

Ég vil hins vegar fá að vita eftirfarandi: því var haldið fram að ofan að maður hefur ekki rétt á að "særa" aðra. Hvað merkir það? Og hver ákveður hvenær enhver hefur "sært" annan? Get ég haldið því fram að einhver "særir" mig vegna þess að hann heldur því fram að skoðanir mínar séu óæðri en sínar egin?

Egill Vondi, 17.11.2017 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband