RÚV reynir að eyðileggja

Fyrsta frétt RÚV í hádeginu var um að ,,sumir" Vinstri grænir vildu ekki að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins yrði ráðherra í þriggja flokka ríkisstjórn þessara flokka ásamt Framsókn.

Í netútgáfu fréttarinnar er ekki getið um þetta skringilega sjónarmið en þess meira gert úr því í útvarpsfréttinni.

Þessi tilraun RÚV til að hafa áhrif á viðræður um stjórnarmyndun er allt þrennt; ófagleg, pólitísk og óboðleg.


mbl.is „Hennar er valið, til hægri eða vinstri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rétt að minna á það að samfylkingin valdi að vera með sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn fyrir tíu árum síðan ( hrunstjórnin) . Sú stjórn er sennilega sú versta í íslandssögunni.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.11.2017 kl. 13:10

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

78% af sjónvarpsefninu er bara vitleysisgangur og ringulreið.

Mér finndist að forseti íslands ætti að hafa 1 klst á viku í sjónvarpinu sérstaklega merkta sér til að leiða þjóð sína hin rétta veg inn í framtíðina.

Hvað væri honum efst í huga?

Jón Þórhallsson, 11.11.2017 kl. 13:51

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

kannski er maður svona grænn, en ég spyr, hvar kemur RUV að þessu máli Páll? eða ertu að fabúlera svona út í bláin alveg óhikað?

Jónas Ómar Snorrason, 11.11.2017 kl. 14:41

4 Smámynd: Aztec

Hvernig dettur Loga í hug að Flokkur fólksins vilji eitthvað með Samfylkinguna hafa? Stefnur þessara tveggja flokka eru í algjörri andstöðu við hvor aðra. Inga Sæland þyrfti að vera á barmi örvæntingar, sem hún er ekki, til að hún hefði samband við formann þeeirrar flokksleysu sem Samfylkingin er.

Það er sorglegt, að möguleikarnir á BDFM-ríkisstjórn strandar á þrjózku eins manns, Sigurðar Inga. Ég tek undir þá skoðun margra bloggara að tími Sigurðar sé liðinn og tími til að Lilja taki við formennskunni. Ekki af því að hún er kona, en af því að hún hefur þann pólítíska þroska og vit, sem Sigurð skortir.

Þetta er ekki skoðun sem ég hef myndað mér nýlega, heldur þegar Sigurður var í forsæti BD-stjórnarinnar. Þá var eins og hann hefði þá þegar myndað stjórn með stjórnarandstöðunni.

- Pétur D.   

Aztec, 11.11.2017 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband