Viðskipti gerð að glæp

Þingmaðurinn Bjarni Benediktsson átti peninga í Sjóði 9 (og eflaust víðar) í október 2008. Hann leysti út sína peninga dagana fyrir hrun.

Sem þingmaður er Bjarni ekki handhafi framkvæmdavaldsins. Hann ber því enga ábyrgð á stjórnsýslunni misserin og dagana fyrir hrun.

Tilraun til að grafa undan sitjandi forsætisráherra og formanni Sjálfstæðisflokksins vegna lögmætra viðskipta segir okkur það eitt að betra er að þjóðarskútunni stýri maður sem hefur vit á að taka út peningana sína í stað þess að láta þá brenna inni.

Bjarni fær sérstakan plús fyrir að skipta íslenskum krónum yfir í norskar. Við eigum að vera meðvituð um uppruna okkar.


mbl.is Seldi í Sjóði 9 dagana fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll

Kannski er þörf að rifja upp hvað stjórnmálamenn seldu stofnhluti sína í SPRON o.s.frv. En það verður ekki gert; þeir voru ekki í Sjálfstæðisflokknum. Og ekki ætla ég að taka þátt í slíkum dylgjum. Þeir einfaldlega seldu sem höfðu varann á sér. 

Einar Sveinn Hálfdánarson, 6.10.2017 kl. 09:14

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna ert þú að snúa út úr lögum um innherjasvik. Það telst innherjasvik ef þú í krafti starfs þíns eða starfs einhvers þér nákomins hefur upplýsingar sem aðrir aðilar á markaði hafa ekki og hagnýtit þér þær. Bjarni heldur hér áfram að hamra á því að hann hefi ekki vitað að hrunið væri í nánd né hafi vitað um fyrirhuguð neyðarlög. Það má vel vera að það sé rétt en það skiptir ekki máli því miðað við þá fundi sem hann sat svo ekki sé talað um vegna Vafningsmálsins þar sem hann skrifaði undir fyrir pabba sinn og föðurbróður að hann vissi að staða bankans var slæm og að það væru líkur á dýfu í íslensku hagkerfi sem myndu lækka öll bréf og gengi krónunnar. Hann selur því bréfin sín og sendir peningana úr landi.

Hann hamrar hér á því að henn hafi ekki verið ákærður. Staðreyndin er sú að það er mjög erfitt að sanna innherjasvik sem er ástæða þess að það hefur aðeins einn sakfellingardómur fallið í slíku máli.

Sigurður M Grétarsson, 6.10.2017 kl. 09:16

3 Smámynd: Baldinn

Einar :  Á nú að fara að benda á eitthvað annað.

Páll : Mig hlakkaði til að lesa hjá þér hvernig þú tækir á þessari frétt. Þú brást ekki og leysir Bjarna út með hrósi fyrir verknaðinn.

Baldinn, 6.10.2017 kl. 10:06

4 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Skil ekki fjaðrafokið...

Þetta var vitað...fyrir 9 árum !!!

Birgir Örn Guðjónsson, 6.10.2017 kl. 10:16

5 Smámynd: Valur Arnarson

Sigurður M Grétarsson,

Þetta voru engin innherjasvik, eða innherja upplýsingar. Bankinn var þjóðnýttur 29 september 2008. Það vissu allir í hvað stefndi, og margir sem fylgst höfðu með sem tóku peningana sína út. Bjarni leysti út sína inneign 2-6 Október, eins og svo margir aðrir.

Ótrúlegt að fólk skuli lepja upp þessa pólitísku herferð Píratablaðsins Stundarinnar.

Valur Arnarson, 6.10.2017 kl. 10:19

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Valur Arjarsson. Þjóðnýtingin svokallaða gerði ráð fyrir því að Seðlabankinn ætlaði að setja 85 milljarða í bankann og þá höfðu menn á markaði almennt trú á að það bjargaði bankanum. Þegar síðan leið að 6. október komu meira upp á yfirborðið sem leiddi til þess að af því varð aldrei og þar hafði Bjarni innherjaupplýsingar.

Sigurður M Grétarsson, 6.10.2017 kl. 10:23

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allavega hefur hann ekki framið neitt lögbrot. Ef svo væri, þá hefði það legið fyrir nokkur ár.

Það er vert að minnast á að Össur Skarpi leysti líka út bréf sín í spariajóðnum kortéri fyrir hrun. 30 millur, minnir mig.mAldrei sagt bofs við því.

Dettur einhverjum í hug að hér séu ekki hulin pólitísk markmið að baki? Eitthvað stærra og dýpra en augað eygir?

Hver er að baki Reykjavík Medía? Hverra hagsmuna þjónar það apparat? Held að það sé vert að rannsaka það. Pólitískur terrorismi er engu betri en the real deal.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 10:28

8 Smámynd: Baldinn

Jón Steinar.  Þetta er semsagt ekkert athugavert, en samt minnist þú á Össur.  Var þetta þá glæpur hjá Össuri en o.k. hjá Bjarna.

Baldinn, 6.10.2017 kl. 10:50

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í úttekt Guardian á þessum gögnum segir að Bjarni hafi ekkert rangt við haft né er nokkuð óeðlilegt eða ólöglegt að finna í þessum gögnu.

Þeir undirstrika svo enn og aftur að Sigmundur sé einnig saklaus af þeim ávirðingum sem á hann voru bornar.

Vinstrimenn vita að þeir geta ekki náð völdum nema með siðlausum brellum og brögðum til að skapa móðursýkisástand allri þjóðinni til skaða.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 10:51

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er fréttin um sölu Össurs í Spron, sem þá var orðað við innherjasvik. Þetta komst að sjálfsögðiu ekki í hámæli og þagnaði strax. Sagan um Jón og séra Jón.

http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/ossur-seldi-i-spron-og-hagnadist-um-30-milljonir-bjo-ekki-yfir-neinum-innherjaupplysingum

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 10:55

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Össur var Iðnaðarráðherra. Bjarni þingmaður. Bara svo því sé haldið til haga.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 11:00

12 Smámynd: Baldinn

 Semsagt siðferði vinstri manna er vont en þú og hægri mennirnir eruð með gott siðferði. 

Bjarni sem " þingmaður " sat fundi með Glitnis mönnum korteri í hrun.  Að sjálfsögðu var þar ekkert sagt sem olli því að hann og öll hans fjölskylda seldi svo allt sitt tveimur dögum fyrir þjóðnýtingu.

Baldinn, 6.10.2017 kl. 11:22

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

En hver keypti bréfin, það er kristaltært, ef einhver selur þá er einhver kaupandi, hver er sá kaupandi? Ef allir vissu að allt var að hrinja, hver kaupir þá? Veit einhver hver keypti? Voru það kannski OPM sjóðir eins og lífeyrissjóðir, þetta finnst mér mjög áríðandi að vita, þó blaðamaðurinn Páll skoði það kannski ekkert, enda BB sennilega maður að hans skapi.

Jónas Ómar Snorrason, 6.10.2017 kl. 11:43

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Steinar.

Össur Skarphéðinsson seldu stofnbréf sín í SPRON um mitt sumar 2007. Ekki "korter fyrir hrun".

Skeggi Skaftason, 6.10.2017 kl. 16:09

15 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ef einn selur, þá er einhver(jir)annar sem kaupir. Hverjir kaupa á fallaqnda verði? Svar við þessu skiptir öllu máli í þessu samhengi.

Jónas Ómar Snorrason, 6.10.2017 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband