Sigmundur Davíð er stjórnmálaafl

Á fimm dögum verður Sigmundur Davíð stærri en samanlagður Framsóknarflokkurinn. Ekki nóg með það heldur eru ruðningsáhrifin slík að tveir stjórnmálaflokkar, Viðreisn og Björt framtíð, falla af þingi.

Einn og sér er Sigmundur Davíð sterkara stjórnmálaafl en Framsókn.

Vel af sér vikið, SDG.


mbl.is Mælist með meira fylgi en Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað myndi hann gera öðruvísi í sinni stefnu en gamla Framsókn gerir í dag?

Jón Þórhallsson, 28.9.2017 kl. 17:22

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er með ólíkindum en lýsir bara upplausninni sem ríkir.  Og svo ætla aðrir bara að bjóða óbreytta lista!! Nú þurfa flokkarnir að fara að taka sig saman í andlitinu og hætta að hlusta á spunadoktora og hunskast til að bæta þessa sjúku stjórnmálamenningu sem allt er að kæfa.  Peningar og pólitík eiga enga samleið. Það sem hvíslað var um hér áður, að Sigmundur væri hinn raunverulegi fjárhagslegi bakhjarl Björns Inga hefur nú opinberast lýðnum en lýðurinn skilur ekkert. En það er ennþá hægt að Gúggla og menn munu skilja að hjálpræðið kemur ekki frá Sigmundi Davíð frekar en öðrum valdasjúkum einstaklingum með særða sjálfsmynd.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.9.2017 kl. 18:12

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Öfl sem gera allt fyrir auð og völd stukku á særða þjóð er fjármálakerfi hennar hrundi. Síðan hefur hún (þjóðin)mátt þola andstyggilega uppgerð þeirra afla og leikþætti; mjög auðvelt að finnast það sjúklegt Jóhannes,en andstyggilegast þó finnst mér ákafinn við að eyðileggja Stjórnarskrána sem aðal varnarvirki okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 28.9.2017 kl. 19:40

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gaman að sjá nú að Viðreisn kennir nú Sjálfstæðisflokknum um stjórnarslitin byggt á orðum Páls Magnússonar um andstöðu flokksins við skattahækkunartillögum Viðreisnar í fjálagafrumvarpi. Gallinn er bara sá að Páll lét þau orð falla tveim dögum eftir stjörnarslit. Tímaflakk virðist ekki ómögulegt í viðreisn. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2017 kl. 20:37

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er raunar utan efnis í þessum pistli, en maður stenst ekki mátið. Einnig vert að nefna að Benedikt sagði strax eftir stjórnarslitin að Björt framtíð hafi verið einum degi á undan þeim, því að Viðreisn hugðist slíta stjórnarsamstarfinu daginn eftir. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2017 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband