Fréttabarnið og stjórnarskráin

Stjórnarskráin er að stofni til frá 1874. Í bráðum 150 ár hefur hún virkað. Fréttabarnið sem skrifar þennan inngang

Eins og staðan er í dag hef­ur hinn al­menni kjós­andi enga beina aðkomu að ákvörðun um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá Íslands.

hefði alveg eins getað skrifað

Eins og staðan er í dag hef­ur hinn al­menni kjós­andi enga beina aðkomu að ákvörðun um breyt­ing­ar á löggjöf alþingis.

Lýðræðisfyrirkomulag okkar byggir á óbeinni aðild kjósenda. Fréttabarnið skilur ekki einfaldasta atriði stjórnskipunar landsins en ætlar samt að fræða okkur um stjórnarskrána.

Beint lýðræði, þar sem almenningur setur lög og stjórnskipun, er ekki tíðkað á vesturlöndum. Ráðandi fyrirkomulag heitir fulltrúalýðræði, almenningur kýs sér þingmenn að setja lög.

Almennt er ætlast til þess að blaðamenn búi að aðeins meira en hundsviti á þeim málum sem þeir fjalla um. Er til of mikils ætlast að Morgunblaðið og mbl.is tryggi lágmarksgæði?

 

 


mbl.is Hvað er málið með þessa stjórnarskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Eins og forseti Íslands sagði við þingsetningu á einu stysta þingi lýðveldissögunnar var um bráðabirgðaplagg að ræða strax árið 1944. Í fræðigrein sinni frá 2011 spyr hann "hvers vegna þessi grundvallarsáttmáli um stjórnskipun ríkisins var svo illa saminn að menn töldu nauðsynlegt að breyta honum hið snarasta."

https://skemman.is/bitstream/1946/9655/3/a.2011.7.1.4.pdf

Það er ekki annað að sjá en að höfundur blaðagreinarinnar fari að flestu leiti rétt með. Svo er það líka rangt að það tíðkist ekki á vesturlöndum að almenningur kjósi beint um stjórnskipunarlög. Þannig er það nú víða, enda á fæstum stöðum lengur þannig að samfélagssáttmálinn komi frá æðri yfirvöldum, konungi eða páfa.

Sigurður Hrellir, 28.9.2017 kl. 11:40

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er til einföld skýring á afstöðu Páls og fleiri til stjórnarskrármálsins.Þeir tengja það beint við fasískar tilraunir Samfylkingar að troða okkur í ESB á valdatíma Jóhönnu Sigurðardóttur.

En auðvitað "átti" Samfylkingin og ESB sinnar aldrei þetta mál. Krafan um stjórnarskrárbreytingar kemur fyrst og fremst frá fólki sem vill lýðræðisumbætur og treystir ekki Alþingi, með réttu, til að ganga í það mál.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.9.2017 kl. 14:38

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fyrirkomulagið í dag er þannig að tvö þing, með kosningum á milli, þar til að breyta stjórnarskránni.

Kosningarnar tryggja að almenningur getur samþykkt eða hafnað stjórnarskrárbreytingum. 

Tilraun Jóhönnustjórnarinnar, að skipa stjórnlagaráð, var mistök. Stjórnlagaráðið var með umboð frá ríkisstjórninni en ekki þjóðinni.

Og almennt um að þjóðin ,,komi að" stjórnarskrárbreytingum. Það getur aldrei orðið vegna þess að þjóðin mun ekki setja saman stjórnarskrá, heldur fulltrúar þjóðarinnar. Og þingmenn eru fulltrúar þjóðarinnar, sem hún getur skipt út á amk fjögurra ára fresti. En einu sinni á ári upp á síðkastið.

Páll Vilhjálmsson, 28.9.2017 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband