Nammipólitík Pírata

Píratar bjóða ekki heildstæða stefnu í þeim málefnum sem helst brenna á þjóðinni Menntun, atvinna, heilbrigði, hagstjórn og fullveldi eru allt stórmál þar sem Píratar skila auðu, bjóða í mesta lagi upp á drög að stefnu.

En Píratar vilja sitt nammi. Eitthvað einfalt sem útskýrir í burt öll málin sem til samans eru ramminn um samfélagið. 

Stórasta nammimál Pírata er stjórnarskráin. Ef við fáum nýja stjórnarskrá breytist Ísland úr ,,skítamixi", eins og Birgitta orðar það svo smekklega, yfir í sæluríki.

Nammipólitík hentar eilífðarunglingum sem aldrei vaxa upp úr gelgjunni. Fullorðið fólk veit að nammið er óhollt þótt fyrsti bitinn svali sárustu sykurþörfinni.


mbl.is „Hvað ætlið þið að gera í því?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Nammipólitíkin" þurrkaði út á einni nóttu, sem svarar öllum arði ferðaþjónustunnar 2017. Fái þau völd verður sjálfgefið að velferðakerfið hrynji. Orsakasamhengi stjórnmálagerninga er alveg lokuð bók fyrir þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2017 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband