Blaðamenn verða fjölmiðlar - og heimtufrekjan vex

Allir geta orðið blaðamenn, starfið er ekki lögverndað og hver sem er má titla sig blaðamann. Það er ekki nýtt. Aftur er nýtt að hver sem er getur orðið starfandi blaðamaður á fjölmiðli. Með því að stofna blogg eða heimasíðu. Einn blaðamaður, hvort heldur skrifandi eða óskrifandi, getur þannig orðið fjölmiðill.

En sumum er það ekki nóg. Þeir vilja að einhverjir borgi þeim að vera blaðamenn, ef ekki einkaaðilar þá ríkið. Kjarninn er félag nokkurra blaðamanna sem vilja fá ríkispeninga í áhugamálið sitt. Sigurjón M. Egilsson, sem rekur Miðjuna, heggur í sama knérunn og kallar það ,,þöggun" ef stjórnmálamaður vill ekki tala við hann eða einkaaðili ekki borga honum kaup.

Sigurjón segir ástandið ,,afleitt fyrir fjölmiðlun á Íslandi."

Nei, ástand fjölmiðlunar á Íslandi um þessar mundir er giska gott. Ofgnótt er af framboði og peningum er dælt inn í greinina. Núna síðast hálfum milljarði í Vefpressuna.

Í landi blaðamannafjölmiðla verður þorri blaðamanna að sætta sig við að stunda sína iðju fyrir eigin reikning. Hér ræður lögmálið um framboð og eftirspurn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Rúv á að vera með sitt eigið bloggumsjónarsvæði með sama hætti og Mogginn er með; það er eitthvað sem að við gætum kallað FUNDUR FÓLKSINS á hverjum degi.

=Almanna þjónusta.

Jón Þórhallsson, 10.9.2017 kl. 09:11

2 Smámynd: Geir Magnússon

Jónas hestamaður var að hrósa Sigurjóni upp í hástert.

Geir Magnússon, 10.9.2017 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband