MR sýnir tapað jafnrétti; gjaldfall menntunar næst?

Stúlkur eru 60 prósent þeirra sem útskrifast með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík í ár en drengir 40 prósent. MR útskrifar verðandi sérfræðinga, sem í fyllingu tímans taka við mannaforráðum í samfélaginu. Konur verða þar ríkjandi en karlar víkjandi.

Bóknám í framhaldsskóla er undirbúningur undir háskólanám. Þar er útskriftarhlutfall kynjanna orðið 70-30 konum í vil. Háskólamenntaðir karlar eru hverfandi fyrirbæri.

Engin umræða er í samfélaginu um þessar róttæku breytingar. Hvorki er reynt að grafast fyrir um ástæðurnar að baki né að dregnar séu ályktanir um áhrifin.

Ein augljós afleiðing er að jafnrétti kynjanna glatast. Ekki er hægt að tala um jafnrétti þegar annað kynið myndar 70 til 80 prósent af sérfræðistétt landsins (kennarar, lögfræðingar, verkfræðingar, læknar o.s.frv.)

Önnur möguleg afleiðing af kynjaskekkjunni er gjaldfall menntunar. Til skamms tíma var nánast jafnaðarmerki milli aukinnar menntunar og betri tekna. Líkur eru á að þetta samband rofni og sjást þess þegar merki. Háskólamenntun skilar í dag ekki sömu tekjum og áður, miðað við aðrar starfsstéttir.

Öllu verra er að annað kynið, þ.e. karlar, mun í vaxandi mæli líta á menntun sem eitthvað afbrigðilegt - framandi fyrirbæri sem konum er ætlað. Karlar fá annað hlutverk en að standa konum jafnfætis í menntun.

Spurningin er hvaða hlutverk það verður.

 


mbl.is Dúxaði í MR með 9,87 í einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

þessi þróun er  vond og uppvaxandi kynslóðum ekki til heilla ... til þess var ætlast að að við karl og kona stæðum hlið við hlið og jöfnuðum upp hvert með öðru hlutina svo uppvaxandi kynslóð hefði sem mest fra báðum ....Nu ER ÞAÐ BARA HALLÆRISLEGT Konur eiga sviðið ... Ja EVA " gáfurnar urðu eftir i eplinu forðum .hun komst bara i græðgina !

rhansen, 28.5.2017 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband