ASÍ er ekki með umboð í pólitík

ASÍ reyndi fyrir sér í pólitík með Evrópustefnu Samfylkingar. Sú pólitík var illa ígrunduð og skaðaði ASÍ.

ASÍ er með umboð til að bæta lífskjör félagsmanna, og þá um leið almennings. Víð túlkun á þessu hlutverki leiðir í ógöngur, sbr. Evrópustefnuna. Þrengri túlkun, t.d. að auka  kaupmátt og viðhalda stöðugleika, er til muna farsælli stefna.

Eins og sást í nýafstöðnumm kosningum til formanns VR eru fáir sem nenna að greiða atkvæði. Ef verkalýðshreyfingin lærir eitthvað af nýfenginni reynslu þá ætti hún að hyggja að sínu en láta aðra um pólitíkina.


mbl.is Sest ekki í miðstjórn ASÍ með Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Reyndu'ekk politík aftur Gylfi,umboð þitt er kýr-skýrt.          

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2017 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband