Afnám hafta gegn háu gengi

Tilkynning um afnám gjaldeyrishafta kemur í kjölfar krafna frá atvinnugreinum í útflutningi, t.d. útgerð og ferðaþjónustu, um að gripið verði til ráðstafana að lækka gengi krónunnar.

Afnám hafta mun auka útflæði fjármagns og lækka gengi krónunnar. Ef útflæðið verður mikið er hætta á snarpri lækkkun og verðbólguskoti.

Vextir hafa áhrif á gengi krónunnar og gætu eftir atvikum lækkað, til herða á gengislækkun, eða hækkað til að stemma stigu við of mikilli gengislækkun.


mbl.is Ræða afnám hafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Afnám hafta í örhagkerfi íslenzkrar krónu er glapræði og jaðrar við að vera glæðsamleg ákvörðun í ljósi sögunnar. Vandamál haftanna snerust fyrst og fremst að óhóflega stórum sjóðum lífeyrissjóða landsmanna. En datt engum í hug að skera lífeyrissjóðina niður og minnka þessar óhóflega háu greiðslur inní þá?  15% launa plús viðbótarlífeyrir er allt of hátt sama hvaða mælikvarði er notaður. Þessa heilögu belju, lífeyrissjóðakerfið verður að koma böndum á, með góðu eða illu (Lagasetningu).  En hér hefur aldrei setið ríkisstjórn sem hefur haft almannahagsmuni í fyrirrúmi og því farið sem farið hefur.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.3.2017 kl. 14:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gegn háu gengi? 137,5 krónur á evru.

Opinbert gengi er núna 115,05 krónur á evru.

Það gerir um 20% fleiri krónur á evru en opinbera gengið.

Sem er talsvert minna álag en í fyrri gjaldeyrisútboðum.

Athugið að þetta er núna verið að framkvæma af sama seðlabankanum og í bréfi dags. 3. júní 2011 fann allt til foráttu svokallaðri skiptigengisleið sem þá hafði verið lögð til sem lausn á snjóhengjuvandanum svokallaða. Hér er hluti þeirra orða sem seðlabankinn viðhafði þá um slíka tillögu:

"Í þessu felist því mikil eignatilfærsla frá innlendum sparendum til innlendra skuldara en einnig yfirgripsmikið greiðslufall gagnvart erlendum skuldbindingum  þjóðarinnar. Vandséð er að slíkt sé til þess fallið að auka  trúverðugleika gjaldmiðilsins. Mun líklegra er að aðgerðin myndi draga úr trausti, grafa undan innlendum sparnaði, hindra aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og skaða langtímahagsmuni þjóðarinnar."

Undir þessi orð skrifuðu Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur seðlabankans, í júní 2011.

Núna árið 2017 eru sömu menn að ljúka framkvæmd aðgerða sem fela í sér það nákvæmlega sama, að skipta krónum út á mismunandi gengi.

Getur verið að neikvæð afstaða þeirra til slíkra tillagna árið 2011 hafi mótast af því frá hverjum þær komu, fremur en efni þeirra?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2017 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband