Danir blanda sér í deilu Tyrklands og Hollands

Danski forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen dregur tilbaka heimboð tyrkneska starfsbróður síns, Binali Yildirim, sem ætlaði að heimsækja Danmörku næstu helgi.

Lars Lökke telur að tyrknesk ráðherraheimsókn yrði túlkuð sem stuðningur Dana við Tyrki í deilu þeirra við önnur Evrópuríki. Tyrkneskir ráðamenn hafa á síðustu vikum gert tíðreist til Evrópulanda að sannfæri Tyrki, sem búsettir eru þar, að veita Erdogan forseta stuðning vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um aukin völd forsetans.

Hollendingar og einstök sambandsríki í Þýskalandi biðjast undan heimsóknum fulltrúa Erdogans, sem óðum er að breytast í einræðisherra. Að hætti slíkra hótar Erdogan öllu illu og kallar Hollendinga fasista og Þjóðverja nasista.


mbl.is Hótar Hollendingum hefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gat Rasmussen ekki tilkynnt að heimboðið til tyrkneska starfsbróður síns Binali Yildirim hafi verið ákveðið áður en til deilna Hollendinga og Tyrkja varð hávær.  
Í þessum alvarlegu aðstæðum ætti einmitt að vera akkur í að fá sjálfan forsætisráðherra Erdogan í heimsókn.

 Það kostar að vera með mél ESB í munninum.

 

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2017 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband