Faðir netsins: persónunjósnir, pólitík og falsfréttir

Tim Berners-Lee er höfundur veraldarvefsins, daglega kallað netið. Hann birtir aðvörun um misnotkun þess. Þrjú atriði eru alvarlegust.

Persónunjósnir eru í fyrsta sæti. Efnisveitur á netinu fá samþykki notenda til að safna upplýsinum um þá gegn ókeypis aðgangi að efni. Notendur hafa enga möguleika að fylgjast með hvernig persónulegu upplýsingarnar eru nýttar.

Í öðru lagi eru falsfréttir og útbreiðsla þeirra áhyggjuefni. Vegna innbyggðra margföldunarmöguleika netsins (leitarvéla/algóritma) fara falsfréttir eins og eldur í sinu um alla heimsbyggðina án þess að nokkur fái rönd við reist.

Í þriðja tröllríður misnotkun pólitískra afla netinu. Sérhönnuð pólitísk skilaboð, byggð á persónuupplýsingum notenda, veita möguleika á pólitískum áróðurshernaði á bakvið tjöldin. Almenningur er berskjaldaður vegna þess að umræðan fer ekki fram á opinberum vettvangi, heldur með sérhönnuðum skilaboðum til einstakra notenda.

Engin einföld lausn er vandanum. ,,Sannleiksmiðstöðvar" á netinu eru ekki fær leið og opinbert eftirlit tæplega. Siðareglur eru varla mögulegar nema með miðstýrðu ritskoðunarvaldi til að fylgja þeim eftir.

Við erum sem sagt í nokkrum vanda með netið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Er þá nokkuð annað en að slökkva á öllu helvítis drslinu?

Hrossabrestur, 12.3.2017 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband