Trump drepur alþjóðahyggjuna

Alþjóðahyggju er, með réttu eða röngu, þökkuð að við búum í friðsamari heimi en lengst af í sögunni. Nýr Bandaríkjaforseti fékk embætti sitt út á harða gagnrýni á alþjóðahyggjuna.

Alþjóðahyggja er ráðandi í alþjóðapólitík frá seinna stríði og allsráðandi síðasta aldarfjórðunginn, eftir að kalda stríðinu lauk.

Ef Bandaríkin verða sterk á ný, eins og Trump boðar, verður aukinn styrkur þeirra á kostnað annarra ríkja og ríkjasambanda. Alþjóðahyggjunni var stefnt gegn þeirri hugsun að styrkur eins ríkis væri veikleiki annars. En sú hugsun er áberandi í samskiptum þjóða allt frá fimmtu öld fyrir Krist þegar Aþena og Sparta deildu um forystu í gríska menningarheiminum.

Evrópusambandið, Rússland og Kína eru meðal þeirra ríkja sem veikjast verði sterkari Bandaríkin að veruleika á forsendum einangrunarhyggju. Viðsjálir tímar eru framundan. 


mbl.is Hyggst sameina Bandaríkjamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband