Obama: misheppnaður eða merkilegur forseti?

Í BBC fær Obama þá umsögn að ferill hans sé misheppnaður í alþjóðstjórnmálum. Ítarlegur ritdómur í New Republic, þekktu málgagni frjálslyndra, tekur forsetatíð Obama sem dæmi um mistök heillar kynslóðar. Obama er frjálslyndur raunsæismaður án tengsla við veruleikann.

Grimmdin gagnvart Obama stafar af sigurvegara kosninganna í nóvember. Donald Trump, segja gagnrýnendur, myndi ekki hafa sigrað ef Obama hefði staðið sig í stykkinu.

Ef Donald Trump reynist illa sem forseti mun Obama fá betri umsögn. Í stjórnmálum eru menn misheppnaðir eða merkilegir í samanburði.


mbl.is Fyrstu skrefin í afnámi Obamacare
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hann fær 1 prik í kladann hjá mér fyrir að vilja koma á réttlátara tryggingakerfi tengt heilbrigðismálum í USA.

1 mínus-prik fyrir að leggja blessun sína yfir hjónabönd samkynhneigðra.

=0

Jón Þórhallsson, 15.1.2017 kl. 17:58

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Áður en Barack Hussein Obama komst til valda, þá var Jimmy Carter talinn versti forseti USA, nú hefur Jimmy losnað úr botnsætinu.

Það hefur ekkert að gera með grimd gagnvart Hussein Obama af hverju Hussein Obama forsetatímabilið er misheppnað eða ekki, heldur er það hvernig Hussein Obama stjórnaði.

Veikleiki Stjórnarskrá USA kom vel fram á síðustu 8 árum, forsetinn tók sér vald sem hann í raun og veru hafði ekki, hann skrifaði lög, reglugerðir og valdi hvaða lögum og reglugerðum hann fór eða fór ekki eftir.

All flest af þessum lögum og reglugerðum varð að áfrýja til dómsstóla, en dómskerfið er ekki fljótlegt í meðferð en oftast þá var dómsorð að Hussein Obama hefði ekki vald að setja lög og reglugerðir að vild. það er þingið sem hefur löggjafavaldið.

Það mjög ánægjulegt að losna við Hussein Obama úr valdastöðu forsetans og það þarf ekki nema að líta í kringum sig hverslags ófremdarástand Hussein Obama og Hildiríður Klinton hafa orsakað, þess vegna fær Hussein Obama umsögn eins og BBC hefur um forsetatíð hans, en ekki út af einhverri grimd.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.1.2017 kl. 17:59

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú fórstu alveg með það, Páll - "..frjálslyndur raunsæismaður án tengsla við veruleikann." Hvernig getur raunsæismaður verið án tengsla við veruleikann? Frjálslyndur án tengsla við veruleikann - já, það má nota þá skilgreiningu ef maður skilur hugtakið frjalslyndi sem vinstrimennsku. Hann hefur á hverju stigi notað tækifærið til að brjóta niður hefðir og stofnanir. Skatturinn, heilbrigðiskerfið, dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess hafa glatað trúverðugleika. Ekki skrítið þótt almenningur sem ekki treystir lengur hinu opinbera, sem er orðið að útblásnu skrímsli, hafi kosið Trump, því þrátt fyrir allar milljónirnar er hann nær þessu fólki en yfirstéttin í D.C. Bandaríkin eru stjórnlaus í dag. 

Ragnhildur Kolka, 15.1.2017 kl. 18:25

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Obama vildi vera frjálslyndur raunsæismaður en veruleikinn var annar en hann hélt, segir gagnrýnandinn í New Republic. Ég er ekki nógu kunnugur pólitískum bakgrunni Obama til að meta hvort hann var ,,aðeins" frjálslyndur eða frjálslyndur raunsæismaður. Þeir frjálslyndu sem ég kannast við eru allt annað en raunsæir.

Páll Vilhjálmsson, 15.1.2017 kl. 18:43

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þorsteinn Svheving rúllar þessu upp, í sínum tveimur færslum. Eftir því sem forsetum Bandaríkjanna fjölgar, virðist sem þeir verði aðeins verri og verri. Verður fróðlegt að sjá, þegar trúðurinn Trump verður svínbeygður af vopnaframleiðendunum, í embætti sínu. Það eru jú bandarískir vopnaframleiðendur sem stjórna Bandaríkjunum, ef einhver hefur ekki áttað sig á því ennþá. Skiptir nánast engu hvaða bjálfi situr á forsetastól. Rockefellarnir og co stjórna þessu öllu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.1.2017 kl. 23:20

6 identicon

Halldór, þú ert ekki sá eini sem heldur þessu fram ... enda hafa margir bent á að val hans í margar stöðurnar, eru "harðlínumenn", sem koma varla til með að "semja frið" í heimsmálum.

En við skulum gefa kauða svigrúm til að sanna sig ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.1.2017 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband