Búvörusjokkið og ESB-höggið - ákallið til Guðna

Vinstrimenn og Píratar biðu sinn stærsta ósigur síðan ESB-umsóknin féll þegar búvörulögin voru samþykkt á alþingi í vikunni. Gunnar Bragi landbúnaðarráðherra afhjúpaði samhengið milli ESB-sinna og andstæðinga landsbyggðarinnar í RÚV-frétt í gær: 

Þeir talsmenn verslunar sem að æpa yfir þessu öllu saman og þykjast vera að vinna fyrir neytendur eru vitanlega ekki að því. Þetta er kannski sama fólkið og vill fara með Ísland inn í Evrópusambandið þar sem þessir styrkir eru með sama hætti í rauninni. Það er svolítið illskiljanlegt hvað menn eru að meina með þessu.

Bandalag vinstrimanna og auðhringsins Haga gegn almannahagsmunum birtist í öllu sínu veldi í afstöðunni til búvörulaganna. Niðurlægjandi tapið í umræðunni fær Atla Þór Fanndal til að skrifa um eymdarhyggju vinstrimanna.

Í umræðunni um búvörulögin eru öll einkenni vinstristjórnmála síðustu ára: yfirgengilegar yfirlýsingar, t.d. um dýraníð, ásamt tölfræðiruglanda og algjöru úrræðaleysi er kryddað með múgsefjun.

Eina ráð Pírata og vinstrimanna er að ákalla Guðna forseta til að hafna staðfestingu búvörulaganna. Vinstrimenn telja sig eiga hauk í horni í Bessastaðabónda og heimta fylgisspekt hans við úrræðaleysið.

Samantekið: vinstrimenn og Píratar kunna ekki stjórnmál, aðeins að öskra á Austurvelli.


mbl.is Fylgi Pírata og VG dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband