Nefnd um endalok RÚV

Markaðurinn virðist einfær um að skilja hafrana frá sauðunum, samanber að fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs, 365-miðlar, eru að liðast í sundur.

RÚV á hinn bóginn starfar undir verndarvæng ríkisins og er ónæmt fyrir samfélagsbreytingum. RÚV er í grunnin sama stofnun í dag og fyrir 70 árum.

Við þurfum nefnd sem útfærir endalok RÚV. Þegar 365-miðlar og RÚV hverfa af vettvangi geta aðrir fjölmiðlar sótt fram og skapað sér stöðu í takt við samfélagið sem við búum við í dag. RÚV og 365-miðlar eru risaeðlur liðins tíma. 


mbl.is Starfshópur skoði stöðu fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sá sem talar fyrir því að leggja niður einhverja fjölmiðla, er að tala fyrir ritskoðunarsinna og þöggunarsinna.

Ritstýrt "frétta-FRELSI" ?

Grundvöllur lýðræðis byggist ekki á pólitískri ritskoðun né þöggunartilburðum á skoðunum, sem eru pólitískum valdakúgunaröflum ekki hliðholl.

Fólk á að mynda sér alhliða upplýstar sjálfstæðar skoðanir um hvað því finnst, en ekki láta mata sig af pólitískum sorteringar-þöggunar-ritstjórastýrðum öflum af nokkru tagi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.9.2016 kl. 20:19

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir þetta Páll. Þessi stofnun er orðin eitt heljar skrímsli í þessu þjóðfélagi. Ég hef reynt að fá starfsmanna símaskrá í um tvö ár og var tjáð að hún ætti að koma út fyrir síðusti jól. Nú þegar ég hringdi um daginn þá var mér sagt að það hefði verið hætt við þessa framkvæmd. Þeir vilja ekki að fólk sjá hve margir vinna á þessum stað sem er í raun sjálfstjórnar ríki í Íslenska ríkinu. 

Valdimar Samúelsson, 8.9.2016 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband