Viðreisn óttast Óla Björn

Viðreisn óttast að Óli Björn Kárason verði þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn rekur málgagnið Hringbraut sem gerir atlögu að Óla Birni með samsærisvaðli í anda Þjóðviljans sáluga.

Viðreisn óskar sér liðléttinga í átökum við Þorgerði Katrínu, sem mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Óli Björn uppfyllir ekki skilyrði Viðreisnar að vera pólitísk pissudúkka og þess vegna heggur Hringbraut í hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það flokkast varla sem atlaga að Jóni Gunnarssyni að óska eftir 2. sæti í prófkjöri. Til þess eru prófkjör að kanna styrk einstaklinganna á listanum. Þá sækjast menn eftir efstu sætunum.

Ég hefði t.d. viljað sjá líflegri kosningabaráttu fyrir prófkjörið í Reykjavík. Það segir manni meira um einstaklinginn þegar hann tekst á við samherja.

Ragnhildur Kolka, 8.9.2016 kl. 23:09

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jón Gunnarsson er vel kynntur hér í Kópavogi,þaðan sem hann fær væntanlega heilmikið af athvæðunum.  

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2016 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband