Fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs splundrast

Undir merkjum 365 miðla bjó Jón Ásgeir Jóhannesson til fjölmiðlaveldi sem gaf tóninn í dægurmálum fyrir hrun - og bar blak af útrásarkúltúr Jóns Ásgeirs og félaga. Eftir hrun er ekki sama flugið á 365 miðlum.

Viðskiptamódelið áskriftarsjónvarp, fjarskiptafyrirtæki og blaðaútgáfa gekk ekki upp. Sumpart vegna tæknibreytinga, tilkoma Netflix, en einnig vegna skorts á tiltrú á fjölmiðlum Jóns Ásgeirs sem takmörkuðu vaxtarmöguleika.

Nú er ákveðið að búta í sundur fjarskipti og ljósvakamiðla annars vegar og hins vegar blaðaútgáfu og netmiðlun.

Vodafone kaupir fjarskipta- og sjónvarpshlutann en blaðaútgáfan og netmiðlunin bíður annars kaupanda.

Jón Ásgeir stofnaði til fjölmiðlaveldis vegna viðskiptahagsmuna sem felast í dagskrárvaldi opinberrar umræðu. Hann mun ekki nenna að eiga fríblað og visir.is sem eru jaðarútgáfur og bíður eftir tilboði.


mbl.is Kaupa ljós- og fjarskiptahluta 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband