Viðreisn vasaútgáfa Sjálfstæðisflokksins

Viðreisn er vasaútgáfa Sjálfstæðisflokksins. Til móðurflokksins sækir Viðreisn bæði málefni og frambjóðendur.

Eina sem skilur Viðreisn frá Sjálfstæðisflokknum er afstaða til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Viðreisn getur illa gert aðild að Evrópusambandinu að baráttumáli. Ekki er til vinsælda fallið að bjóða Íslendingum í leiðangur í brennandi hús ESB.

Líkur eru á að Viðreisn muni skilgreina sig til vinstri við Sjálfstæðisflokkinn og sækja á kjósendamið Samfylkingar.


mbl.is Lykillinn að hjóla ekki í sjálfstæðismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mætti ekki flokka alla flokka eftir þvi hvort að þeir stefni á ESB eða ekki?

Þar sem að VIðreisn stefnir á ESB; þá hljótum við að útiloka þann flokk.

Jón Þórhallsson, 3.9.2016 kl. 16:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Því er ég sammála Jón! Í stefnuskrá þeirra er lymskuleg klausa um framhald viðræðna við ESB,verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. framhald viðræðna á ekki við.....

Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2016 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband