Skilgreining á öfgatrú

Trú er sammannleg í þeirri merkingu að hún hefur fylgt manninum frá örófi alda. Með fastri búsetu, við landbúnaðarbyltinguna fyrir tíu þúsund árum, verða til skipulögð trúarbrögð sem fléttuð eru saman við veraldlegt vald.

Eingyðistrú við upphaf okkar tímatals leggur drög að náinni samvinnu trúarvalds og veraldlegs. Snemma á miðöldum kemur fram önnur útgáfa eingyðistrúar, múslímatrú, sem gengur í sömu átt.

Siðbótin í lok miðalda færði trúarvald til veraldlegra fursta og einvaldskonunga. Franska byltingin laust fyrir 1800 hnykkti á aðskilnaði trúar og réttarríkis. Trúfrelsi og vaxandi trúleysi verður ráðandi á vesturlöndum. Trú eða trúleysi sérhvers borgara verður einkamál hans.

Í ljósi vestrænnar sögu er skilgreining á öfgatrú þessi: trú er krefst tiltekinnar breytni einstaklingsins á opinberum vettvangi er öfgar sem ætti að úthýsa úr veraldlegu samfélagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst þessi skilgreining ekki ná utan um öfgatrú Páll. Trúarbrögð sem krefjast tiltekinnar breytni á opinberum vettvangi þurfa alls ekki að vera öfgafull. Trú getur hins vegar verið öfgafull án þess að þess sjái neinn stað í framkomu eða breytni á opinberum vettvangi. Gyðingur með kollhúfu og skegg eða brahmíni sem forðast að snerta ókunnugar konur þurfa ekki að vera öfgatrúarmenn og eru það yfirleitt ekki, en múslimskur unglingur í gallabuxum og strigaskóm getur vel verið öfgatrúarmaður þótt þess sjái engan stað í breytni hans á opinberum vettvangi.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.7.2016 kl. 20:23

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Punkturinn hjá mér, Þorsteinn, er að trú sem krefst tiltekinnar breytni á opinberum vettvangi s.s. klæðaburðar, framkomu eða hegðunar sé öfgatrú þar sem hún fellst ekki á að trú skuli vera einkamál.

En, eins og þú bendir á, leiðir skilgreiningin til þess að friðsamur maður, sem t.d. lætur sér vaxa skegg vegna trúarinnar, er kominn í flokk með manni sem meinar konum að njóta jafnréttis með trúarrökum. Sem er alvarlegra mál.

Það þyrfti að breyta skilgreininguna þannig að hún gerði greinarmun á  trúarsérvisku, t.d. klæðaburði búddamunka, og yfirgangi eins og kröfunni um að konur hylji ásjónu sína. Pæli í því.

Dæmið sem þú tekur af múslímskum unglingi í gallabuxum og strigaskóm sem öfgamanni er ekki rétt nema hann fremji öfgar. Fólk má ganga um götur með allskonar grillur í kollinum, trúaröfgar eða aðrar, og ekkert athugavert við það. Aftur er sitthvað athugavert við að öfgarnar brjótist út í verknaði. Og við eigum algerlega að hafna trú sem elur á öfgum.

Páll Vilhjálmsson, 19.7.2016 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband