Baráttan um Ísland og peningatré góða fólksins

Tvær fylkingar takast á um Ísland, skrifar Þórður Snær Júlíusson í leiðara Kjarnans. Hægrimenn undir merkjum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og vinstrimenn í Samfylkingu, Pírötum, Viðreisn, Vinstri grænum og Bjartri framtíð. Þórður Snær fylgir vinstrimönnum og skrifar

Sam­an­dregið er fólk til­búið að hafna ótrú­legri mis­skipt­ingu eigna og auðs. Það er að taka afstöðu með auk­inni sam­neyslu og betra vel­ferð­ar­kerfi. Þangað sækir stærsti hluti Íslend­inga enda mestan hluta lífs­gæða sinna.

Miðað við dreifingu leiðara Þórðar Snæs á samfélagsmiðlum er augljóst að góða fólkið finnur samstöðu með boðskapnum.

Misskipting auðs er ekki meiri en svo að ríkisútvarp vinstrimanna, RÚV, viðurkennir að tekjudreifing hefur aldrei verið jafnari frá því mælingar hófust.

Orð Þórðar Snæs um Íslendingar sæki stærstan hluta lífsgæða sinna til velferðarkerfisins er hreinræktaður sósíalismi frá 19du öld sem mistókst á þeirri 20stu. Útfærsla Þórðar Snæs er sögulaus 21stu aldar glópska: ,,mark­aðsvæða sum kerfi og lýð­ræð­i­svæða önn­ur."

Ha? Jú, þið lásuð rétt. Þórður Snær vill markaðsvæðingu til að auka samneyslu. 

Hversdagslegur skilningur á markaðsvæðingu er að vara eða þjónusta er sett á markað þar sem sumir tapa en aðrir græða. Ef læknisþjónusta og landbúnaðarvörur færu á markað myndi samneysla minnka og ójöfnuður aukast. Ástæðan fyrir því að við rekum skóla, heilbrigðisþjónustu og að hluta landbúnað undir formerkjum samneyslu er að við viljum ná markmiðum um jöfnuð.

Nú má deila um hvort við höfum gengið of langt eða of skammt í jöfnuði. Það er pólitískt álitamál. En við getum ekki markaðsvætt til að auka jöfnuð. Ekki frekar en að við getum virkjað fallvötn til að auka ósnortna náttúru. Eða búið til hringlaga þríhyrning.

Markaðsvæðing og aukin samneysla er mótsögn. Hún gengur ekki upp nema í huga góða fólksins sem trúir að peningar vaxi á trjánum. Leiðin til allsnægta sé að stofna samyrkjubú og rækta peningatré. 

En það er rétt hjá Þórði Snæ að tvær fylkingar berjast um Ísland. Góða fólkið með drauma um markaðsvæddan jöfnuð, ESB-aðild sem lausn á öllum vanda og fjölmenningu til höfuðs vestrænum lífsháttum annars vegar og hins vegar raunsæisfólkið sem metur meðalhófið og almenna skynsemi en hafnar kollsteypu á fyrirkomulagi sem reynslan sýnir að virki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Venesúela er nýlegt dæmi um land sem trúði á peningatrjáa ræktun. 

Ragnhildur Kolka, 19.7.2016 kl. 10:20

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rétt að jöfnuður á Íslandi er ekki sérstaklega mikill miðað við nágrannalöndin. En hann er ekki í sögulegu lágmarki. Nýjustu tölur um jöfnuð eru frá árinu 2014 og þá var hann meiri en á árinu 2013 sem var síðsta ár rikisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem jók jöfnuð á sinni tíð og þess vegna var ójöfnuður í sögulegu lágmarki árið 2013. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og þó misskiptingin hafi ekki aukist mikið milli áranna 2013 og 2014 þá hefur hún haldið áfram að aukast enda gengur stjórnarstefna núverandi ríkisstjórnar út á það. Hún hefur lækkað barnabætur, vaxtabætur og húsaleigubætur að raungildi auk þess að lækka persónuafslátt af raungildi á sama tíma og skattprósenta í hærri þrepum tekjuskatts hefur verið lækkuð. Því er ljóst að ójöfnuður er meiri nú en hann var árið 2014 sem þó var með meiri ójöfnuð en árið 2013 þannig að ójöfnuður er ekki í sögulegu lagmarki núna og er orðin of mikill.

Sigurður M Grétarsson, 19.7.2016 kl. 17:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er auðvitað jafn rangt og hver önnur vitleysa.

Það eru ekki tvær heldur þrjár fylkingar sem takast á um Ísland: 1) vinstrið, 2) hægrið, 3) venjulegt fólk (stundum kallað almenningur).

Og Píratar eru hvorki í vinstrinu né hægrinu heldur framávið.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2016 kl. 16:51

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SME

Þú bregst okkur aldrei í þeirri iðju að við getum treyst því að þú leggur lykkju á loeið þína til að fara með ósannidni eða að hafa rangt fyrir þér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.7.2016 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband