RÚV verkfæri Viðreisnar - elur á ófriði innan ríkisstjórnarinnar

Hringbraut er útgáfa á vegum Viðreisnar, stjórnmálaflokks sem ESB-sinnar úr Sjálfstæðisflokknum stofnuðu. Viðreisn ætlar sér fylgi hægrimanna og leiðin að því markmiði er að sá fræjum óvildar á milli stjórnarflokkanna.

Hringbraut býr til fréttir um að ráðherrar Framsóknarflokksins séu ,,lúbarðir" af Sjálfstæðisflokknum og í ,,slagsmálum" um útgjöld til velferðarmála.

Ríkisútvarp vinstrimanna, RÚV, stekkur á vagn Hringbrautar og birtir sömu fréttir til að valda usla í stjórnarsamstarfinu. Aðferð RÚV er gamalkunn aðgerðafréttamennska, búa til frétt og leita viðbragða er kalla á gagnviðbrögð. Ef RÚV fær ekki heimildamenn til að koma fram undir nafni eru tilbúnir ónafngreindir notaðir til að staðfesta ,,línuna" sem RÚV er búið að taka.

Munurinn á Hringbraut og RÚV er að fyrrnefndi fjölmiðillinn er einkaframtak en RÚV er á opinberu framfæri og starfar samkvæmt lögum. En faglega eru fjölmiðlarnir tveir á sama plani: þeir framleiða fréttir í þágu pólitískra hagsmuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband