Bylting, gagnbylting og Tyrkland á barmi hengiflugs

Einræðistilburðir, spilling, sundurþykkja valdahópa og óánægja almennings er oftast undanfari byltingartilrauna. Herinn reyndi stjórnarbyltingu í Tyrklandi en gekk ekki heill til verksins og tilraunin rann út í sandinn.

Erdogan forseti efnir til gagnbyltingar til að uppræta andstöðu við foringjalýðræðið sem hann stendur fyrir. Fréttir eru af aftökum án dóms og laga þar sem stuðningsmenn forsetans ganga milli bols og höfuðs á raunverulegum og ímynduðum andstæðingum.

Hreinsanir í stjórnkerfinu á mánudegi eftir tilraun til stjórnarbyltingar um helgina sýnir ótvírætt að Erdogan og fylgismenn hans nota tækifærið til að ryðja úr vegi lýðræðislegri andstöðu við forsetann.

Atburðirnir í Tyrklandi færa landið fjær vesturlöndum og nær miðausturlöndum. Í nágrannaríki Tyrklands, Sýrlandi, blasir við sundurtætt ríki þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Það er í höndum Tyrkja sjálfra að sneiða hjá sýrlenskri sjálfstortímingu. Krossum fingur og vonum það besta.

 


mbl.is Játar að hafa skipulagt valdaránið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salmann Tamimi

Þetta er ekki bylting þetta var tilraun til valdaráns. Sem betur fór Þá tókst ekki í Tyrklandi en það tókst í Egyptalands með blessun Vesturvalda.

Salmann Tamimi, 18.7.2016 kl. 18:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Salmann Tamimi Það er sagt að þessi "bylting" hafi verið sett á svið af Erdogan.  Hvort sem eitthvað er til í því eða ekki þá er enginn vafi á því að hann hefur STYRKT stöðu sína verulega, bæði utan og innan Tyrklands.

Jóhann Elíasson, 18.7.2016 kl. 18:30

3 Smámynd: Salmann Tamimi

Jóhann Eliasson. Það verður aftur kósningar eftir einhver ár, þá sjáum til, en herin í Tyklandi er þekktur fyrir valdarán sem kemur í veg fyrir þróun lyðræðis.  

Salmann Tamimi, 18.7.2016 kl. 22:56

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er eitthvað brenglað í athugasemd Salmans, nema að hann telji ríki eins og t.d. Sádi Arabíu sem einhverja fyrirmynd fyrir lýðræðisríki, rit og tjáningarfrelsi.

Blaðamenn og aðrir tyrkneskir borgarar hafa verið settir í fangelsi fyrir það eitt að Erdogan var ekki á sama máli og þeir sem hann lét setja í fangelsi.

Svo ætti fólk að taka eftir að eftir misheppnaða tilraun að koma Erdogan frá völdum, þá eru fregnir af því að fjöldi dómara eru fangelsaðir, af hverju ættli það sé?

Herinn í Tyrklandi hefur gripið inn í þegar forystumenn Tyrklands hafa farið í einræðis hjólfarið fyrr á árum, so to speak, með góðum árangri og án stórkostlegs mannfalls eins og gerist nú. 

En ég er á því að Vesturlönd eiga ekki að skipta sér að innanríkismálum Tyrklands og ef Tyrkneskir kjósendur vilja minna lýðræði, rit og tjáningarfrelsi þá er þeim það Guð velkomið.

En þegar það er orðið óþolandi fyrir Tyrki að lifa undir lýðræðis, rit og tjáningarfrelsi kúgun, í Guðs bænum ekki koma til vesturlanda, verið þið bara heima hjáykkur.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 19.7.2016 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband