Hvítir vondir; þeldökkir fórnarlömb - þekkingarfræði rasisma

Forfeður þeldökkra Bandaríkjamanna komu flestir frá Afríku sem þrælar en þrælahald var afnumið um miðja 19. öld. Það tók þeldökka um 100 ár að fá virk mannréttindi eftir afnám þrælahalds.

Bandaríkjaforseti er þeldökkur, margir þingmenn og borgarstjórar og dómarar allt upp í hæstarétt eru með þann hörundslit. Í háskólum þar vestra úir og grúir af þeldökkum kennurum. Einn þeirra, Michael Eric Dyson, er prófessor  í Georgtown-háskólanum og höfundur bókar um Obama forseta og kynþáttapólitík. Í tilefni af tveim þeldökkum sem féllu fyrir byssukúlum lögreglu skrifar Dyson á forsíðu netúgáfu New York Times:

Það er ljóst, hvíta Ameríka, að þið munuð aldrei skilja okkur. Við erum þjóð 40 milljóna þeldökkra sála innan þjóðar sem telur um 320 milljónir./.../ Að lögreglan er hluti af óyfirlýstu stríði gegn þeldökkum. Þið getið aldrei viðurkennt að það er satt. Raunar finnst ykkur hugmyndin svo yfirgengileg og móðgandi að þið kallið þá þeldökku, sem henni trúa, rasista.

IT is clear that you, white America, will never understand us. We are a nation of nearly 40 million black souls inside a nation of more than 320 million people./.../ That the police are part of an undeclared war against blackness. You can never admit that this is true. In fact, you deem the idea so preposterous and insulting that you call the black people who believe it racists themselves.

Þetta eru sterk orð, jafnvel þótt kringumstæður séu teknar með í reikninginn. Á höfundi er að skilja að réttindi þeldökkra til lífs, frelsis og hamingjuleitar, sem stjórnarskráin kveður á um, séu lítt betur komin en þegar þeldökkir fengu ekki inni á sömu veitingastöðum og hvítir og skólar voru aðgreindir eftir kynþáttum.

Grein Dyson byggir á þeirri forsendu að almennt séu hvítir vondir og þeldökkir fórnarlömb. Það sem meira er: hvítir munu aldrei skilja þeldökka. Röklega hlýtur það að vera gagnkvæmt: þeldökkir skilja ekki hvíta. Þeldökkum eykst ekki skilningur þótt séu allir hvítir, lögreglumennirnir sem skotnir voru í Dallas við vinnu sína. Manndráp auka ekki skilning, sama hver á í hlut. En ofbeldi er hagnýtt verkfæri í pólitík.

Dyson vísar í ,,hvíta reiði" og forsetaframboð Donald Trump. En Trump er sagður virkja reiði hvítu lágstéttanna, sem horfa öfundaraugum á þeldökka háskólamenn eins og Dyson, og telja þá hafa komist framar í röðina eftir lífsgæðum vegna litarhaftsins.

Þekkingarfræði rasisma, eins og Dyson leggur málið upp, er einmitt þessi: okkur er ekki sjálfrátt, við erum útlitið ekki innrætið, ásýndin en ekki sannfæringin, blekkingin ekki sannleikurinn.

Rasismi og orðræðan sem því fyrirbæri fylgir er ekki einstefna heldur gengur hann í báðar áttir. Sá sem notar orðið rasisti um einhvern annan er sjálfur rasisti með því að hann smættar mennskuna niður í hörundslit og kynþátt. Það er merkingarfræðileg mótsögn þegar hvítur maður nota orðið rasisti um annan hvítan mann. Hugtakið rasisti fær aðeins merkingu þegar það er notað á milli kynþátta. Og sú merking er ósönn staðhæfing. Hvert og eitt okkar er meira en húðliturinn og kynþátturinn sem við tilheyrum.   

 

 


mbl.is Fimm lögreglumenn myrtir í Dallas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Þó að ljótt sé að segja, þá er lögregla bandaríkjanna að grafa sína eigin gröf sjálf og óstudd að miklu leyti. - Hvenænær gengur þú að bíl, hvaða litur sem er á ökumanni, og heimtar skilríki með byssu í hendi ? - Hvurs lags ofstopahegðun er það, og hverju býður þetta heim til langtíma séð ?? - Að sá sem beðinn er um skilríkin,svari með byssu ?

Már Elíson, 8.7.2016 kl. 14:31

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvort kemur á undan; hænan eða eggið?  Lögreglumenn í USA eru alltaf með hönd á byssu hvenær sem þeir þurfa að "ónáða" vegfarendur, sama hvernig þeir eru á litinn.  Þetta er/var fyrirmyndarfjölmenningarríki vesturlanda - að okkur er sagt.

Kolbrún Hilmars, 8.7.2016 kl. 15:18

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvernig sem menn vilja líta á þetta, þá myndi vopnlaus Bandarískur lögreglumaður hvergi komast og engu stjórna.  Það er aflið sem stýrir hlýðni og hjörðin velur sér afl. 

Þannig hefur það verið frá ómuna tíð.  Hinsvegar þá kann það að vera að illa hafi tekist á stundum með þjálfun löggæslu manna.  En það er ekki þeim að kenna heldur nískum yfirvöldum.  

Hrólfur Þ Hraundal, 8.7.2016 kl. 17:52

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Már!

Ksupi msður vöru af birgja og greiðir ekki, ítrekað og um áratugi, er sá sem slíkt gerir ekki betri en sá sem þú lýsir þarna! Siðgæðið í góðu lagi?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.7.2016 kl. 19:45

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Því er svo við að bæta, sem ekki kom fram í fyrstu fréttum og pistli Páls að lögreglustjórinn, æðsti yfirmaður hinna myrtu, er þeldökkur.

Kolbrún Hilmars, 9.7.2016 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband