Trú, hús og einkamál

Fríkirkjan hýsir þann hluta múslímasafnaðarins sem úthýst var úr Ýmishúsinu. Hjörtur Magni prestur fríkirkjusafnaðar segir húsaskjólið kærleiksverk.

Hús eru löngum miðdepill trúariðkana. Rómverjar, sem skipulögðu borgir fyrir daga kristni, byggðu tilbeiðsluhús sem ásamt markaðstorgi, ráðhúsi og baðhúsi voru tákn siðmenningar og valds Rómar. Á miðöldum urðu kirkjur miðlægar í borgarskipulagi og þurfti þó ekki þéttbýli til; engin sveit var svo aum á Íslandi að ekki fyndist þar kirkjunefna.

Á þeim tímum sem við lifum er húsatrú á fallandi fæti. Fæstir koma í kirkju nema vegna athafna sem sérstaklega kalla á viðveru, s.s. skírn, jarðaför eða brúðkaup.

Þótt rök megi færa fyrir því að kristni sé menningararfleifð, sem ætti að rækta að marki, er trú einkamál. Hjörtur Magni fríkirkjuprestur ætti að segja þrasgjörnu múslímunum að hér um slóðir iðka menn trú sína heima hjá sér. En Hirti Magna finnst kannski skemmtilegra að hafa heldur einhverja en öngva í kirkjunni sinni. Ekki síst ef hægt er að kalla það kærleiksverk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er illt í efni. Ýmis mannvirki á Íslandi eru vígð af prestum, svo sem brýr, samkomuhús og íþróttahús.

Eru það þá helgispjöll ef aðrir en kristnir menn koma í þessi hús?

Húsið, þar sem Fríkirkjan er með hluta af starfi sínu utan kirkjunnar, hefur ekki verið vígt svo ég viti til.

Það þarf meira að segja að fara yfir tvær götur til að fara á milli kirkjunnar og þessa húss.  

Ómar Ragnarsson, 10.6.2016 kl. 23:40

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Ég má eigi bindask, ekki hvað síst eftir innlegg Ómars að vísa í góða umfjöllun um þetta mál af annarri síðu :

Islamsboðun undir blessun og vernd Fríkirkjunnar!

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.6.2016 kl. 00:25

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Prestar vígja ekki mannvirki, en hafa blessað mörg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.6.2016 kl. 09:06

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það má velta því fyrir sér hvort að fríkirkjan sé KRISTIN söfnuður.

Þeir blessa  hjónabönd samkynhneygðra gegn BIBLÍUNNI / HEILAGRI RITNINGU (1.Korintubréf 6.9).

-----------------------------------------------------------------

Hvað lærðum við svo í sunnudagaskólanum?

"ÉG (Guð biblíunnar) ER DROTTINN GUÐ ÞINN ÞÚ SKALT EKKI AÐRA GUÐI HAFA".

Eru menn að fara að dýrka allah í KRISTINNI kirkju?

Jón Þórhallsson, 11.6.2016 kl. 10:15

5 Smámynd: Elle_

Góð spurning, Jón Þ.  Kannski líka stríðsmanninn? 

Elle_, 11.6.2016 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband