Forstakosningar: stjórnarskráin virkar

Andstæðingar stjórnarskrár lýðveldisins fóru mikinn í aðdraganda forsetakosninganna, þegar útlit var fyrir að um og yfir 20 frambjóðendur tækju slaginn. Lagst var í útreikninga um að einhver gæti hreppt forsetaembættið úr á 20 prósent fylgi. Þetta þóttu rök fyrir nauðsyn nýrrar stjórnarskrár.

Þegar til átti að taka urðu framboðin níu. Frambjóðendur hafa kynnt sig og áherslur sínar í fjölmiðlum og á fundum. Sigurvegar kosninganna mun að líkum fá á bilinu 35 til 45 prósent fylgi. Sem er vel ásættanlegt í fjölræðissamfélagi eins og okkar.

Forsetakosningarnar 2016 staðfesta enn og aftur að stjórnarskrá lýðveldisins virkar og algerlega ástæðulaust að breyta henni í fyrirsjáanlegri framtíð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftir situr spurningin hvers vegna svona margar erlendar þjóðir hafa annað hvort tvær umferðir eða SVT-aðferðina.

Ómar Ragnarsson, 10.6.2016 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband