Minni stuðningur við Guðna Th.

Stuðningur við Guðna Th. Jóhannesson minnkar við aukna umræðu og alvara færist í baráttuna um embætti forseta. Upprifjun á afstöðu Guðna Th. til stærstu mála seinni ára, s.s. Icesave, ESB-umsóknar og stjórnarskrármálsins, sýna að hann tók afstöðu með vinstristjórn Jóhönnu Sig. í þeim málum.

Guðni Th. var talsmaður sjónarmiða sem guldu afhroð við síðustu þingkosningar. Þeim fjölgar sem átta sig á pólitískri afstöðu Guðna Th. og baklandi hans og við það minnkar stuðningur við framboðið.

Búast má við frekari sviptingum áður en kjördagur rennur upp.


mbl.is Guðni Th. með 56,6% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og ekki hjálpar það honum að fá að nota HÍ sem vettvang til að koma áróðri sínum á framfæri...

Jóhann Elíasson, 2.6.2016 kl. 18:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mig minnti nú reyndar að Davíð hefði látið okkur Íslendinga ganga í ábyrgð fyrir því "afrhoði" sem blasir við í framhaldinu af innrásinni í Írak.

Að hann hafi verið aðal stjórnandinn í því að skapa umhverfið fyrir banka- og græðgisbóluna sem skóp Hrunið og að það hrun hefði verið "afhroð."

Ómar Ragnarsson, 2.6.2016 kl. 18:10

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að minna á ágæta kosti fyrir fólk sem vill ekki kjósa Guðna! En það er er Halla Tómasdóttir nú eða einhver annar. Ekki kjósa arkitektinn að því hruni sem varð hér eftir að fólki hafði um árabil verið talið trú um að Davíð hefði búið til kerfi sem bara stöðugt gerði okkur best í heimi og þau ríkustu. Þó í ljós hafi komið að það var allt tekið að láni. Við fáum ekki svona mjúka meðferð í næsta hruni.  Ekki kjósa mann sem bíður fram krafta sína til að tryggja að allt verði hér óbreytt. Andri Snær er líka kostur fyrir fólk. Hann boðar nýja nálgun. Halla Tómasdóttir er mjög góður kostur. Hún hefur jú verið m.a. starfsmannastjóri í fyrirtækjum sem hafa fleiri starfsmenn enn íbúafjöldi Íslands og gerði það vel. Þekki til móður hennar og hún hefur barist fyrir mannréttindum fatlaðra alla ævi í sínu starfi. Og veit að hún hefur skilað hugsun mannúðar til dóttur sinnar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.6.2016 kl. 18:32

4 Smámynd: Jón Bjarni

Það eru nú sem betur fer ekki miklar líkur á að það verði Davíð sem ógni honum - allir sem ætla að kjósa aðra en hann nefna hann sem sísta kost númer 2 skv sömu könnun

Jón Bjarni, 2.6.2016 kl. 18:43

5 Smámynd: Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg

Sammála. Frekar kýs ég góðann arkitekt en lélegann arkitekt og ég er sammála því að arkitektinn af þessu hruni var afspyrnu lélegur.

Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 2.6.2016 kl. 19:24

6 Smámynd: Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg

Afsakið stafsetningarvillu: hér á að vera ´arkitektinn að þessu hruni´e,,i ´arkitektinn af þessu hruni´. Afsakið innilega...

Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 2.6.2016 kl. 19:25

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Viðurkennum að aðild okkar að NATO olli því að stjórnvöld skrifuðu undir bæði innrásina í Írak og Líbíu.  Hægri í fyrra skiptið, vinstri í seinna skiptið.  Viðurkennum líka að einkavæðing bankanna, hin fyrri, var áskilin vegna EES samningsins. En einkavæðing bankanna, hin seinni, var heimatilbúin stjórnvaldsákvörðun.
Okkur er heppilegast að gleyma því hver gerði hvað, hvenær og hvers vegna forðum daga, og einbeita okkur að því hvernig við viljum haga málum í nútíð og framtíð!

Kolbrún Hilmars, 2.6.2016 kl. 19:40

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Getum við þá bara kvittað undir einkavæðingu bankana í tíð DO, vegna EES Kolbrún? Hvernig að henni var , sé bara aukatriði, nei þú veist betur. Þó fylgi Guðna minnki, þá sem betur fer, eykst ekki fylgi DO.

Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2016 kl. 22:30

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvernig að henni var staðið, átti að skrifast.

Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2016 kl. 22:31

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Gleymdi höfundur að skrifa, þó eykst stuðningur ekki við DO?

Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2016 kl. 23:05

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eitt er á hreinu að allir hér (auk síðuhafa) nema Jóhann og Kolbrún,eru ákafir í að selja landið í hendur ESB með öllum ráðum. Er hægt að hugsa sér nokkuð óhugnanlegra? Það er því ofur eðlilegt að forsetaframmbjóðandi sem verður til í Efstaleitis hofinu,sé sérstaklega skoðaður með tilliti til ESb,afstöðu sinnar.Ekkert er eðlilegra einlægum ættjarðar vinum en að komast að því.-Svo átakanlegt sem það var að sjá hve langt aðildarsinnar voru tilbúnir að ganga árið 2009 með markmiði sínu að troða okkur þar inn.

  Ég er þó viss um að sambandið sjálft tók ekki ábyrgð á óheiðarleika Jóhönnustjórnar í leynimakkinu og feluleiknum sem einkenndi stjórnendur á þeim tíma sem bardaginn um inngöngu stóð.Að því leyti er ég hrædd um að mörgum af háttsettum ESB stjórnendum hafi þótt nóg um.-- 

Fólkið skal fá að vita hversvegna það á að kjósa Davíð. 

 Núverandi forseti mun örugglega í hjarta sínu fagna því.

  Kjósum Davíð Oddsson.
 

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2016 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband