Bandalag ESB-sinna og Guðna Th.

Guðni Th. Jóhannesson talaði máli ESB-sinna sem sagnfræðingur. Hann gerði lítið úr árangri Íslendinga í landhelgisdeilum við Breta. Að hætti ESB-sinna sagði Guðni Th. fullveldið ,,teygjanlegt hugtak" sem er annað orðlag um að því megi farga á altari Evrópusambandsins.

ESB-sinnar verðlauna Guðna Th. fyrir unnin störf í þágu málstaðarins með stuðningi við forsetaframboð hans.

Þekktir ESB-sinnar úr röðum Samfylkingar og Viðreisnar styðja framboð Guðna Th. opinberlega. Greining á fylgi Guðna Th. sýnir að hann fær síst stuðning kjósenda þeirra flokka sem einarðastir eru á móti ESB-aðild, þ.e Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 

 


mbl.is Gott að vera yfir í hálfleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Það er sella innan Háskóla Íslands sem hefur afar sérstakar hugmyndir um órétt þjóðarinnar til sjálfstæðis  og  ónauðsin þess að hún verji  málstað sinn og hagsmuni .  T.d.  að landhelgismálin hafi aðalega verið nöldur og fjas.  Auðvitað er öllum frjálst að hafa skoðanir.

En nú er meðlimur þessarar sellu að bjóða sig fram til forseta.!!?

Snorri Hansson, 3.6.2016 kl. 10:43

2 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Ef það eru fyrst og fremst ESB sinnar sem styðja Guðna, þá er nú næsta ríflegur meirihluti fyrir aðild, þar sem hann er með þrefalt fylgi á við næsta frambjóðanda skv skoðanakönnunum. Er það ekki andi lýðræðisins að það ráði frekar en lúðaræðið?

Halldór Þormar Halldórsson, 3.6.2016 kl. 11:35

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá verðurðu Halldór að miða við næsta og næst,næsta og niður úr. Hvað er lúðaræði?

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2016 kl. 12:33

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fylgi Guðna á landsbyggðinni er athyglisvert þar sem svokölluð "háskólaelíta", öðru nafni "kaffilepjandi 101", er annars ekki hátt skrifuð, enda oft ekki í takt við hagsmuni þar.  Þess fær t.d. Andri Snær að gjalda sem er þó ekki síður frambærilegur frambjóðandi.

Kolbrún Hilmars, 3.6.2016 kl. 14:20

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er kannski rétt að rifja það upp fyrir sjálfstæðis og framsóknarmönnum í bændastétt, ásamt öðrum landeigendum, hver var aðal höfundurinn að þjóðlendumálunum illræmdu. Davíð Oddsson, sem lét svo Geir Haarde, sem alltaf var auðsveipur þjónn hans, framfylgja þeim. Þetta er einhver versta aðför sem gerð hefur verið að eignarrétti í landinu frá upphafi en kannski vilja bændur verðlauna Davíð fyrir þetta með því að kjósa hann til forseta.

Þórir Kjartansson, 3.6.2016 kl. 18:02

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekki mikið að marka skoðanakannanir sem útiloka að tugirþúsunda kjosenda fá ekki að taka þátt í sköðunarkönnunum 65 ára og eldri.

Það má líka benda á að skoðunarfyrirtækin nota sömu selur ár aftur og aftur, þar af leiðandi er ekki að búast við mikilli hreyfingu á fylgi frambjóðendanna.

Las að það hafi aðeins 45% tekið afstöðu til hverja þau mundu kjósa, 55% eru að kynna sér hvar frambjóðendur eru í ESB málefninu og þeir sem eru á móti ESB sem eru meirihluti landsmanna kemur til með að kjósa Sturlu eða David. Hinir frambjóðendurnir eru ekki með skýra afstöðu um ESB.

Sannir Íslendingar kjósa ekki opin landamæri og ESB sinnan Guðna Th. sem lítur niður á kjósendur sem ekki eru með háskólagráðu. 

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.6.2016 kl. 18:26

7 Smámynd: Jón Bjarni

Hver er tilgangurinn með þessum stöðuga ESB áróðri? Hefur Guðni ekki gefið það skýrt út að það sé þjóðin sem ákveði það hvort hún fer þar inn eða ekki? Hann hefur líka sagt að hann myndi segja nei við inngöngu.. 

Jón Bjarni, 3.6.2016 kl. 20:10

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú að koma fram undanfarna daga að það sem Guðni Th. segir í dag er ekki endilega það sem hann ætlar að gera eða að segja á morgunn.

Ég hlustaði á Guðna Th. á Útvarp Sögu og þegar að hann var spurður um afstöðu um ESB, þa sagði hann að hann væri hlynntur inngöngu, en svo næsta dag þá breytir hann um skoðun.

Spurningin er; hvorn Guðna Th. fáum við, ef svo illa vill til að hann nái kjöri sem næsti Forseti Íslands? Er það Guðni Th. sem er hlynntur ESB eða er það Guðni Th. sem segir nei?

Góð spurning fyrir sanna Íslendinga sem kjósa ekki opin landamæri og ESB sinnan Guðna Th. sem lítur niður á kjósendur sem ekki eru með háskólagráðu og sér þá sem ómentaðan lýð.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.6.2016 kl. 20:29

9 Smámynd: Elle_

I like your Icelandic, Jóhann.  Sko þegar maður er búinn að vera í Bandaríkjunum svona lengi fer maður að búa til ný og sniðug orð með beinni þýðingu, eins og skoðunarfyrirtækin.

Elle_, 3.6.2016 kl. 23:44

10 Smámynd: Rafn Guðmundsson

glæsilegt "Bandalag ESB-sinna og Guðna Th. " við erum að vinna

Rafn Guðmundsson, 4.6.2016 kl. 01:07

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Já já Rafn,réttast væri að senda þér eintak af einu því tilfinningaríkasta íslenska þjóðlagi sem samið hefur verið "Brennið þið vitar".Mig minnir lagið vera eftir Pál Ísólfsson.Fyrir mig merkir það að leiðarljós frambjóðanda okkar lýsi gegnum boðana.- -Sorglegt að horfa upp á ESB,trúna brenna vitið.

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2016 kl. 03:44

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Langt er seilst í afbökunini. Guðni hefur marg sagt það, að hans skoðun sé sú varðandi ESB, að það eigji að kjósa um áframhaldandi viðræður, síðan um þann samning sem fyrir liggur, einfallt. Til hvers er Páll að gera þetta of flókið, sérhagsmunir kannski. Hann styður sérhagsmuni leynt og ljóst. Guðni vill hins vegar breytingar.

Jónas Ómar Snorrason, 4.6.2016 kl. 09:03

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jónas,Jónas og stutt er í ranga skilning þinn;  Sérstakur samningur mun aldrei liggja fyrir...Hver nennir að tyggja þetta í ykkur lengur. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2016 kl. 14:50

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

"Við erum að vinna..."

Það gerist ekki í dag eða á morgun að einhver frambjóðandi vinni eða tapi. Það gerist 25. júní og sá sem fær flest atkvæði upp úr kjörkössunum vinnur. Skoðunar kannanir hafa ekkert með það að gera sem gerist 25. júní.

Skoðunarfyrirtækin eru alltaf að spyrja sama fólkið aftur og aftur og býst við einhverju nýjum niðurstöðum og svo eru það aðeins rúm 40% sem gefa afstöðu, er Rafn að halda því fram að nær 60% sem ekki gefa neina afstöðu séu allir sem koma til með að kjósa Guðna Th.? Ef svo er, þá held ég að Rafn verði fyrir miklum vonbrigðum snemma morguns 26. júní.

Sannir Íslendingar kjósa ekki opin landamæra og ESB sinnan Guðna Th. Sem litur niður á kjósendur sem ekki eru með háskólagráðu og telur þá ómentaðan lýð.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.6.2016 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband