Trúarstyrjöld múslíma í Arabaríkjum

Múslímar stunda trúarbragðastríð í nokkrum ríkjum Araba þar sem takast á súnnar og shítar. Hezbollah-samtökin styðja Assad forseta Sýrlands á móti súnnískum uppreisnarhópum.

Guardian reynir að útskýra réttlætingu Hezbollah fyrir aðild að trúarstríði múslíma þótt gereyðing Ísraelsríkis sé áfram aðalstefnumálið.

Kaþólikkar og mótmælendur stríddu í Evrópu frá 16. öld og kláruðu sig ekki fyrr en á þeirri 17. með þrjátíu ára stríðinu.

Vopnatæknin er önnur og betri núna en á árnýöld. Gera má ráð fyrir að með nútímavopnum megi finna nýtt valdajafnvægi í miðausturlöndum á nokkrum áratugum. En það verður nokkurt mannfall.


mbl.is Ísraelar myrtu hann ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Bandaríkjamenn, Svíar, Bretar, Hollendingar, Frakkar og fleiri góðar vopnaframleiðsluþjóðir munu að sjálfsögðu halda áfram að selja báðum aðilum tól.

Steinarr Kr. , 14.5.2016 kl. 23:24

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

Að öllum líkindum verður útkoma þessa ófriðar ógnvænlegri en menn vilja trúa eða viðurkenna. Þessa ófriðar er getið í fornum ritum sem segja frá ófriði í löndunum ,,allt í kring" og þá miðað við Ísrael. Við ættum að þekkja þessar bækur og lýsingar því þær eru úr Biblíunni. Hér er ófriðurinn að draga til sín Tyrkland, Rússland og Evrópu jafn vel Ísland, hina ,,ystu norðurþjóð"! En gallinn er sá að við þekkjum ekki Biblíuna, tökum hana ekki alvarlega og teljum okkur ekki bókstafstrúar svo málið vex án þess að við leggjum okkar af mörkum til að kalla fram frið. Greeining á umrótinu verður því aðeins ágiskanir og vindhögg. En pat er samt eins og íslenskir fjölmiðlar fara með málefni Mið-Austurlanda.

Snorri Óskarsson, 14.5.2016 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband