RÚV-framboð no. 2 tilkynnt

Forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar er aukaafurð aðfarar RÚV að forsætisráðherra síðustu páska. Guðni Th. var fenginn í sjónvarpssal að vera makker Boga og félaga sem auglýstu beina útsendingu af mótmælum gegn forsætisráðherra.

Guðni þótti standa sig nóg vel í sjónvarpssal til að úr yrði forsetaframbjóðandi.

Eflaust er Guðni vænn drengur. Síðustu forsetakosningar sýndu að meira þarf til en vænleika og sjónvarpsframkomu til að verða forseti Íslands.


mbl.is Ólafur með 45% en Guðni 38%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðni hefur allt til að bera. Alveg sama hvað þú rembist eins og rjúpan við staurinn að setja Guðna í eitthvert lið. Þér verður ekki kápan úr því klæðinu.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 5.5.2016 kl. 15:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig er hægt að krefjast þess að RUV megi aldrei kalla til neinn sérfræðing til að útskýra mikilsverð mál þegar kosningar eru í nánd?

Guðni hældi Ólafi Ragnari á hvert reipi fyrir tök hans á þingrofsmálinu og samt er verið að álykta sem svo að RUV hafi ýtt honum fram sem frambjóðanda.

Ómar Ragnarsson, 5.5.2016 kl. 16:48

3 Smámynd: Elle_

Í alöru kann ég vel við Guðna.  Og tel að honum hafi verið ýtt fram af fólki, eins og Ólafi sem er enn fremstur.

Elle_, 5.5.2016 kl. 19:51

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þegar mikið liggur við er bestu framlínumönnunum "Ýtt" út á völlinn. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2016 kl. 20:08

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ljóst er að Þóra var fulltrúi Samfylkingarinnar og þar með var RUV auglýsingapésinn.  RUV og Samfylkingin er eitt og hið sama og nú er Guðni næsti kandídat Samfylkingarinnar RUV.

Það fer svo bara eftir smekk hvernig líkar.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.5.2016 kl. 20:08

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Guðni er flottur og kemur vel fyrir. Veit allt u forsetana. En hann er pólitískt barn og veit ekkert nema um söguna eins og hæun skeði. Hann mun varla skapa söguna

Halldór Jónsson, 5.5.2016 kl. 21:53

7 Smámynd: rhansen

Minn smekkur er augljós .allir eigaa eitthvað gott Guðni Th eflaust lika ,,en eg kys ekki fyrir Forseta mann sem er utan kirkju en er þó i embætti sem verndari hennar ,,og aðhyllist inngöngu i ESG ,,Sama og þegið !

rhansen, 6.5.2016 kl. 17:03

8 Smámynd: Elle_

Vissi ekki að Guðni væri ESB-sinni og sé hann það útilokar hann mikið. Það var lika aldrei neinn vafi í mínum huga að ég kysi Ólaf forseta eins lengi og hægt væri.

Elle_, 6.5.2016 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband