Óheiðarlegu stjórnmálin í gömlu Samfylkingunni

Einn frambjóðenda til formennsku í Samfylkingunni, Magnús Orri Schram, vill heiðarlegri stjórnmál og gera upp við gömlu óheiðarlegu stjórnmálin.

Ágætis byrjun á slíku uppgjör væri að viðurkenna í hverju óheiðarleiki gömlu stjórnmálanna fólst.

Samfylkingin var stofnuð um aldamótin til að vinna að sameiningu vinstrimanna. Flokkurinn var í ríkisstjórn frá 2007 til 2013 og bjó að tækifærum til að láta til sína sem handhafi framkvæmdavaldsins.

Eftir sex ár í ríkisstjórn sagði þjóðin nei,takk við viljum ekki Samfylkinguna sem ráðandi afl. Í kosningunum 2013 fékk flokkurinn 12,9 prósent fylgi. Í könnunum núna, sex mánuðum fyrir næstu kosningar, er Samfylkingin með 8 prósent fylgi.

Uppgjörið við óheiðarlegu stjórnmálin í Samfylkingunni verður að fara fram strax til að almenningur fái að vita hvað fór úrskeiðis og hvernig skal bæta fyrir mistökin 2007 til 2013.


mbl.is Vilja reka heiðarleg stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Páll, var búið að óska þér til hamingju með áfangann....með að fá vini þína til að koma í veg fyrir að starfsfólk RÚV fái að tjá sig ? Hlýtur að vera sáttur...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.4.2016 kl. 18:10

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Áhugi minn beinist að athugasemd þinni Sigfús,er vinur okkar Páll orðinn svo  atkvæðamikill að geta ráðið tjáningarfrelsi annara og það RÚV?  

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2016 kl. 18:23

3 Smámynd: Montyus Python

Og er sjálfstæðis og framsóknarflokkurinn eitthvað skárri? 
Var ekki formaður Framsóknarflokksins uppvís að lygi og neyddur til að segja af sér? Er það ekki óhveiðarleiki? Hvað með sjálfstæðisflokkinn? Bjarni Benediktsson var líka uppvís að lygi en hann sagði ekki af sér. 
Þrír flokkar uppvísir að óheiðarleika og óhæfir til að stjórna. Hvað er þá eftir? Píratar og vinstri grænir. Píratar neita að flokka sig til hægri, vinstri til miðju eða handan við tunglið. Þeir hafa ekki orðið uppvísir að lygi ennþá, eða er það? Ef svo er þá eru allir þessi flokkar sem minnst hefur verið á óhæfir til að stjórna landinu vegna þess að þeir ljúga fyrir kosningar og svíkja eftir kosningar. En það er bara venja hjá íslenskum stjórnmálaflokkum.  

Montyus Python, 16.4.2016 kl. 18:25

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Nógu mikið nuðað í pólitískri stjórn, sem leidd er af vinum Páls, þá fær maður sínu fram.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.4.2016 kl. 19:36

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað skyldi nú þetta draga langt aftur hjá þér Montyus? Satt að segja finnst mér siðferðispostular stj,andstöðu,ættu skilyrðislaust að segja því starfi lausu,það er ekkert hald í þessari lygarunu um lygaásakanir. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2016 kl. 19:54

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Leiðrétt: Lygarunu um lygar.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2016 kl. 19:59

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það hljóta allir hér að samg"leðjast" Páli í leiðangri sínum að rúst RÚV.

Þetta er eitt skrefið. Hindra málfrelsið....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.4.2016 kl. 20:04

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svo ættu menn ekki að gleyma að Magnús Orri tók þátt í skítabixinu í tengslum við Landsdómsmálið. Hann getur ekki allt í einu risið upp hreinn og skínandi eins og fuglinn Fönix. 

Ragnhildur Kolka, 16.4.2016 kl. 20:45

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sat Magnús í Landsdómi ?

Var ekki farið að lögum ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.4.2016 kl. 20:57

10 Smámynd: Elle_

Hverju laug Sigmundur, Svavar Þór?

Elle_, 16.4.2016 kl. 23:49

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er gamli formaður Samfó ennþá í heilulausri fýlu, er ekki gott að vara að losa sig við beiskju fortíðarinnar herra fyrrum formaður.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.4.2016 kl. 12:56

12 Smámynd: Elle_

Mig langar enn að vita hverju Sigmundur laug, Svavar Þór.

Elle_, 17.4.2016 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband