Forseti alþingis verði forseti lýðveldisins

Einar K. Guðfinnsson hélt alþingi á floti þegar stjórnarandstaðan og virkir i athugasemdum reyndu að sökkva málstofu þjóðarinnar. Einar kemur fram af hógværð og vekur tiltrú og traust.

Einar er maðurinn sem við þurfum á Bessastaði. Og þótt hann sjálfur segist best geymdur í vík milli vestfirskra fjalla þarf túnið á Álftanesi húsbónda sem kann til verka.

Einar hlýtur að endurskoða afstöðu sína og taka að sér verkefni sem er sniðið fyrir hann.


mbl.is Einar K. hættir eftir kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Góð uppástunga.  Einar hefur líka starfsreynslu sem staðgengill forsetans.

Kolbrún Hilmars, 17.4.2016 kl. 13:08

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Langaði bara við þetta tækifæri að óska þér til hamingju með árangurinn, að ná nú að loka á málfrelsi starfsmanna RÚV. Þetta er að koma allt hjá þér, halda okkur í gamla tímanum, gera RÚV sem undirdeild núverandi og fráfarandi stjórnvalda,þannig þar verið ekki neitt sagt nema þú hafir blessað það, ásamt öðrum útskýrendum. Auðvitað átt þú að stýra því sem sagt er á RÚV, enda hámenntaður blaðamaðurinn, siðfræðingurinn og heimspekispegúlantinn. Innilega til lukku með þetta Páll.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.4.2016 kl. 19:54

3 Smámynd: Elle_

Já hann virðist hógvær og traustur. En hann verður að vilja embættið sjálfur.

Elle_, 17.4.2016 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband