Samfylkingin og Sigmundur Davíð

Launa- og bitlingaskrá stjórnmálaflokka er hvergi birt opinberlega þar sem almenningur getur fræðst um hverjir séu á launum stjórnmálaflokka, hvaða bitlingum þeir úthluta, til hverra og með hvaða rökum. Hvorki eru til reglur um samskipti stjórnmálaflokka við bakhjarla sína né um aðgengi þeirra að forystu og trúnaðarmönnum, t.d. þingmönnum.

Samfylkingin gengur lengra en aðrir flokkar í spillingu og ógegnsæi með því að halda leyndu hverjir fjármagna flokkinn og hvað þeir fá í staðinn. Auðmenn eins og Jón Ásgeir Jóhannesson fjármögnuðu Samfylkingu á dögum útrásar og notuðu til þess margar kennitölur.

Engin skráning er til á samskiptum Jóns Ásgeirs og annarra auðmanna við Samfylkinguna, þingmenn flokksins og ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Vitað er að Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra Samfylkingar, tók á móti Jóni Ásgeiri og enskum viðskiptafélaga sem vildu kaupa eigur úr gjaldþrotabúi bankanna eftir hrun. Þessi heimsókn er ekki skráð ásamt öðrum viðlíka í hagsmunaskráningu Samfylkingar. Enda er slík skráning ekki til.

Föðurarfur eiginkonu Sigmundar Davíðs, Wintris-reikningurinn, verður beinlínis hjákátlegur í samhengi við ógegnsæi hagsmunatengsla Samfylkingar.

Á ekki allt að vera upp á borðinu? Eða bara sumt?


mbl.is Segir félagið tengt Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Minnir endilega að stjórnmálaflokkar skilii inn ársreikningum til ríkisendurskoðunar sem fer yfir þær! Þar koma m.a. fram styrkir og annað sem flokkunum berast. Sé ekki að Jón Ásgeir sé sterkur þar inni. Enda held ég að fjölmiðlar hans séu ekki kátir með Samfylkinguna síðustu misserin!

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.4.2016 kl. 13:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ætli það geti verið eldur undir reyknum sem Kristján Guy,segir andstæðinga þyrla upp?    

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2016 kl. 14:03

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ertu að segja að Ísland sé ónýtt bananalýðveldi?

Wilhelm Emilsson, 16.4.2016 kl. 14:20

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samfylkingin virðist telja hafa fundið skothelda leið til að fela eignarhald án þess að þurfa að skrá það á aflandssvæði. Það er að segja með því að stofna félag sem er íslenskt og skrá það hvergi, og þar af leiðandi er það hvorki skráð á Íslandi né erlendis.

Verst að þeim virðist hafa yfirsést, að slíkt brýtur gegn skráningarskyldu laga um fyrirtækjaskrá nr. 17/2003:

2. gr. Fyrirtækjaskrá skal geyma upplýsingar um: ... 4. Félög, samtök og aðila, aðra en einstaklinga, sem hafa með höndum eignaumsýslu...

10. gr. Nú vanrækir aðili sem fellur undir 2. gr. tilkynningarskyldu sína samkvæmt lögum þessum og getur ríkisskattstjóri þá skyldað hann til að fullnægja skyldunni að viðlögðum dagsektum allt að 10.000 kr. fyrir hvern dag.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2016 kl. 14:52

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þau eru eflaust óteljandi íslensku félögin sem ekki eru í skattskyldum rekstri og þarf ekki að skrá hjá fyrirtækjaskrá.  Spilaklúbbar,saumaklúbbar, fótboltaklúbbar og hvað eina annað.

Líklegast er að óskattskylt félag geti þannig leigt öðru óskattskyldu félagi án þess að komast á skrá. 

Það hlýtur þó einhvers staðar að vera glufa upphaflega ef slíkt félag getur keypt fasteign og leigt án skráningar, því einhver hlýtur að vera skráður eigandinn.

Kolbrún Hilmars, 16.4.2016 kl. 16:17

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kolbrún. Það er alls ekki eina skilyrðið í lögum um fyrirtækjaskrá að félög séu endilega skattskyld, heldur nær skráningarskyldan einnig til félaga sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, þar á meðal eignaumsýslu, eða aðra starfsemi sem ríkisskattstjóri sér ástæðu til að skrá í fyrirtækjaskrá. Augljóslega stunda félög sem leigja út skrifstofuhúsnæði atvinnustarfsemi sem felur í sér eignaumsýslu, alveg óháð því hvort sú starfsemi sé skattskyld eða ekki. Tilgangur skráningarinnar er ekki eingöngu skattalegs eðlis, heldur þjónar hún líka þeim tilgangi að upplýsingar um eigendur, stjórnendur, og þá sem bera ábyrgð á rekstrinum séu tiltækar. Það er einmitt til að koma í veg fyrir að hægt sé að reka "huldufélög".

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2016 kl. 16:26

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það var í það minnsta athyglivert að sjá að svo virðist sem húsnæði Samfylkingar sé að hluta í eigu sjálfseignarstofnana án kennitölu. Ég efast um að löglegt sé að stunda útleigu húsnæðis í nafni óskráðs félags.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.4.2016 kl. 16:46

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við erum orðin sammála um það að almenn félög geti ekki leigt út húsnæði án skráningar. En hvað með stjórnmálafélög/flokka?  Mega þau eiga eitthvað og leigja sjálfu sér innan skattfrjálsa rammans?

Kolbrún Hilmars, 16.4.2016 kl. 18:43

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Annað hvort er þetta löglegt eða ekki. Væri ekki hægt að fá skýringu embættis á þessu?

Wilhelm Emilsson, 16.4.2016 kl. 19:47

10 Smámynd: rhansen

Kanski fyrverandi gjaldkerinn ..viti eitthvað inni fjárreiður Samfylkingarinnar ..hann er glöggur á ýmislegt ? 

rhansen, 17.4.2016 kl. 00:15

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Gleymið því ekki að meðan Bjarni Ben í sínum núna "úthrópaða óheiðarleika" skilað framlögum frá Landsbankanum og fleiri þá skítugum fyrirtækjum og stórskaðaði fjárhag flokksins meðan Samfylkingin skilaði ekki krónu af sömu upphæðum frá sömu aðilum.

Halldór Jónsson, 17.4.2016 kl. 09:26

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Magnús Helgi væri bestur af þessum hópi athugasemdara að skýra frá pengingaskulum Samfylkingarflokksins

Halldór Jónsson, 17.4.2016 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband