Kristni er menning; einkalíf er ekki í kirkjum

Árlegur viðburður á aðventu er að kverúlantar af ýmsum toga amist við kirkjuheimsóknum grunnskólabarna. Kristni er hluti af menningararfleifð okkar. Í þúsund ár fylgir kristni þjóðinni og mótar lífssýn kynslóð fram af kynslóð.

Þjóðkirkjan er menningarmiðstöð sem geymir kristna menningu. Að banna börnum að kynnast kristni er að stuðla að andlegri fátækt. Saga okkar verður ekki skilin nema í samhengi við kristni.

Ef foreldri ákvæði að skáldskapur Jónasar Hallgrímssonar sé óhollur fyrir barnið sitt eða að algebra væri óviðfelldið viðfangsefni, og færi fram á að skólinn héldi slíku efni frá barninu, yrði spurt hvort viðkomandi foreldri væri heilt á geði.

Ástæðan fyrir því að vantrúarfólki, bæði með stórum staf og litlum, leyfist að stunda menningarfjandsamlegan áróður á aðventunni, og koma í veg fyrir kirkjuheimsóknir barna, er að kverúlantarnir eiga sér opinbera talsmenn.

Borgarfulltrúi Pírata segir það hvorki meira né minna en brot á ,,á friðhelgi einkalífs" að börn sæki heim kirkjur á aðventunni. Bæði skólar og kirkjur eru opinber vettvangur. Fólk sem telur að einkalíf þess sé ekki virt á opinberum vettvangi ætti að segja skili við samfélagið og finna sér búsetu uppi á öræfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Krakkar fá svo sannarlega að "kynnast kristni" í skólum og enginn hefur mótmælt slíkri kennslu - svo lengi sem um er að ræða kennslu en ekki trúboð.

> "leyfist að stunda menningarfjandsamlegan áróður á aðventunni"

Viltu banna það? 

Matthías Ásgeirsson, 25.11.2015 kl. 10:10

2 Smámynd: Baldinn

Þetta er eitthvað mesta bull sem ég hef lesið. Hvað gengur þér til að skrifa svona þvælu.

Baldinn, 25.11.2015 kl. 10:21

3 identicon

Trúarlöggan hefur talað.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 13:09

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Páll fyrir skrif þín. Það er gott að þú lætur ekki nokkra óbilgjarna ofsatrúar Vantrúar og Siðmenntarmenn slá þig út af laginu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.11.2015 kl. 13:28

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þakka þér fyrir athugasemdina Tómas Ibsen. Það er gott að þú lætur trúfrelsi og (ofsa) málfrelsi ekki slá þig út af laginu.

Matthías Ásgeirsson, 25.11.2015 kl. 13:45

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Verði þér að góðu kæri Matthías, en þú mátt vita að þú átt betra skilið en það sem þú stendur fyrir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.11.2015 kl. 14:31

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rétt sem þú segir Páll. Þetta er sá tími sem kverúlantarnir skríða út úr fylgsnum sínum og æsa sig yfir kristnum siðum landans. Og viti menn er ekki Matthías mættur.

Ragnhildur Kolka, 25.11.2015 kl. 14:46

8 Smámynd: Elle_

Hafa þeir ekki of mikil ítök í pólitíkinni?  Kemur þeim það nokkuð við hvað börnin okkar hinna læra um kristni?  Voru þau að skemma fyrir þeim eða öðrum? 

Elle_, 25.11.2015 kl. 15:41

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Páll byrjaði Ragnhildur!

Hvað stend ég fyrir Tómas Ibsen?

ps. Farið með börnin ykkar í kirkjur. Það er enginn að stoppa ykkur.

Matthías Ásgeirsson, 25.11.2015 kl. 15:58

10 Smámynd: Elle_

 Við vorum ekki að tala um kirkjur, Matthías.

Elle_, 25.11.2015 kl. 16:00

11 Smámynd: Elle_

Jú pistillinn var um kirkjur líka.  En þið viljið ráða hvort börn okkar hinna læri kristni.  Þið eruð lítill minnihluti og ættuð ekki að fá að ráða þessu, og það gegn stjórnarskránni.

Elle_, 25.11.2015 kl. 17:08

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er nú verið að væla einu sinni enn. Hvernig væri að foreldranir færu sjálfir með börnin sín í kirkju frekar en að ætlast til að kennararnir geri það. Uppeldishlutverkið er hjá foreldrunum og þeir geta ekki ætlast til að leikskólar og skólarnir sjái um það fyrir þá.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.11.2015 kl. 20:09

13 Smámynd: Elle_

Jósef hver sagði að uppeldishlutverkið væri ekki foreldranna?  Og að kennarar ættu að fara með börn í kirkju?

Elle_, 25.11.2015 kl. 20:28

14 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég vil að börnin mín læri um hinn sanna Guð, Allah, í skólanum. Páll, Tómas, Elle og Ragnhildur eru sátt við það, er það ekki?

Wilhelm Emilsson, 25.11.2015 kl. 20:40

15 Smámynd: Elle_

 Jú ef þú vilt.  Skiptir engu máli fyrir mig.

Elle_, 25.11.2015 kl. 21:28

16 Smámynd: Odie

Hvernig væri nú að breyta til að skoða Ásatrú þetta árið og Búdda á því næsta síðan væri hægt að skoða Hindú.  Það er nóg annað sem hægt væri að skoða. Og að sjálfsögðu Alla maður, ekki má gleyma þeim.

Odie, 25.11.2015 kl. 22:26

17 Smámynd: Mofi

Skondið hvernig guðleysingjar telja að kristnir óttast að þeirra börn fái fræðslu um trú annara. Ég að minnsta kosti vona að kristnir óttist ekki að þeirra börn fái fræðslu um önnur trúarbrögð. Tek alveg undir með Mattíasi, þetta á að vera fræðsla en ekki trúboð.

Mofi, 26.11.2015 kl. 10:38

18 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hver er hinn eini sanni guð, Wilhelm? Mér sýnist nú múslimar eiga erfitt með að koma sér saman um það enda virðast þeir ekki hafa einn guð til ráðgjafar þegar þeir slátra trúbræðrum sínum.u

Ragnhildur Kolka, 26.11.2015 kl. 18:56

19 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Guð kristinna manna og Allah er sami guðinn. En það virðist ekki stoppa neinn í að slátra öðrum í hans nafni.

Wilhelm Emilsson, 26.11.2015 kl. 21:01

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Umhugsunarvert.

Ég vann með stríðsflóttafólki frá mörgum ríkjum, þegar ég vann í Noregi. Einn af þeim sem kom frá einni einingunni Júgóslavíu sagði mér að Kristnin væri best af þessum trúarbrögðum. Ég skildi ekki þá hvað bjó að baki þessum orðum hans.

En það fyrsta sem ég var spurð um af þessum ágæta fólki frá Júgóslavíu, þegar það vissi hvaðan ég væri var: Hvernig trúarbrögð eru á Íslandi.

Ég varð undrandi og reyndi að rifja upp eitthvað úr kristnifræði grunnskólans, og sagði Lútherstrúar, (eins og mig minnti að þetta héti úr grunnskóla). Þá spjölluðu þeir saman sín á milli og fundu fljótt út að það væri sama og kristni. Það var eins og þeim létti við það, að vinnufélags-kellingin frá Íslandi sem sat fordómalaus við sama kaffiborð og þeir í vinnunni, kæmi frá kristnu landi.

Ég hafði aldri velt þessu fyrir mér áður. Eftirminnileg lífsreynsla fyrir mig, sem ég lærði mikið af og gleymi aldrei.

Ég skildi ekki jafn vel þá (taldi mig þó skilja eitthvað þá), eins og ég geri núna, hvers vegna þetta skipti þessa ágætu vinnufélaga mína svo miklu máli. Enda kom helmingurinn af mér frá Íslandi, þar sem engin stríð höfðu fengið að spilla mögulegum samstöðufriði. Í dag skil ég betur en nokkurntíma áður, hversu miklu máli svona trúarbrögð skiptir flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum.

Ég er enn að reyna að skilja trúarbragðastríð, og hef ekki komist að nokkurri réttlætanlegri og skiljanlegri niðurstöðu. Einn stríðsflótta-vinnufélagi frá Írak sagði að ég hugsaði of mikið. Það getur vel hafa verið rétt hjá honum, en ég hef ekki enn komist að niðurstöðu um neitt eitt rétt í nokkru máli, nema einungis því að virðing er grunnur að öllum kærleikans verkum.

Almættið algóða veri með þeim stríðshrjáðu, og okkur öllum saman á litlu jörðinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2015 kl. 01:11

21 Smámynd: Mofi

Wilhelm, þú hefur sem sagt lesið Biblíuna og Kóraninn og borið þær saman og komist að því að þær lýsa sama guðinum?

Mofi, 27.11.2015 kl. 11:31

22 Smámynd: Elle_

Í alvöru skildi ég ekki hvað spurning Wilhelm kom umræðu um að börn fái að læra kristni við.  Og hvar sagði ég að ég væri kristin?  Það kom ekki fram í neinu sem ég skrifaði, en bæði Jósef og Wilhelm stukku að röngum niðurstöðum um hvað var verið að ræða.

Elle_, 27.11.2015 kl. 15:40

23 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Elle, þú skrifaðir: "En þið viljið ráða hvort börn okkar hinna læri kristni.  Þið eruð lítill minnihluti og ættuð ekki að fá að ráða þessu, og það gegn stjórnarskránni." Það sem þú skrifaðir gefur sterklega til kynna að þú sért kristin. En ef þú ert það ekki þá er það leiðrétt hérmeð.

Spurningin hjá mér var góðlátlegt grín. Ef einn trúarhópur vill að skólinn kenni trú, hvað með aðra trúarhópa? Og svo benti ég á það að Guð kristinna manna og Allah er sami guðinn, stundum nefndur Guð Abrahams. 

Mofi, það er einfaldlega staðreynd að Gyðingdómur, Kristni og Íslam eru abrahamísk trúarbrögð sem dýrka sama guðinn. Því breytum við ekki, hvort sem okkur líkar betur eða verr. 

Wilhelm Emilsson, 27.11.2015 kl. 17:22

24 Smámynd: Mofi

Wilhelm, þú svaraðir ekki spurningunni heldur komst með fullyrðingu sem í mínum augum er augljós vitleysa. Það er öllum ljóst að persónan sem Kóraninn lýsir er ekki persónan sem við sjáum í Biblíunni, þ.e.a.s. fyrir þeim sem vita um hvað þeir eru að tala um.

Mofi, 27.11.2015 kl. 18:22

25 Smámynd: Elle_

OK, það var kannski viss vísbending, Wilhelm.  En fólk heldur oft að maður miði endilega við sjálfan sig.  Og man nú eftir að heyra það líka ranglega einu sinni frá Einar Bjarnasyni í Moggablogginu.  Nei ég var að miða við stjórnarskrána okkar.   

Elle_, 27.11.2015 kl. 19:09

26 Smámynd: Elle_

Einari.

Elle_, 27.11.2015 kl. 19:10

27 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Guð blessi þig, Mofi.

Ég skil það þú átt við, Elle.

Wilhelm Emilsson, 28.11.2015 kl. 00:11

28 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"hvað" þú átt við, átti þetta að vera :)

Wilhelm Emilsson, 28.11.2015 kl. 00:16

29 Smámynd: Mofi

Takk Wilhelm, þetta virkaði hjá þér :)    Til að útskýra enn frekar af hverju Guð Kóransins er ekki Guð Biblíunnar. Kristnir trúa á Jesú, að Hann sé Guð. Múslímar trúa að Guð eigi ekki son og að Jesú dó ekki á krossinum og auðvitað að Jesú er ekki Guð. Sem sagt, múslímar tilbiðja ekki Guð kristinna manna sem er Jesú og þar af leiðandi er ekki rétt að segja að kristnir og múslímar tilbiðja sama guðinn.

Mofi, 28.11.2015 kl. 00:24

30 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Amen.

Wilhelm Emilsson, 28.11.2015 kl. 04:22

31 Smámynd: Elle_

 Og ég hafði alltaf haldið að Jesú væri sonur guðs.  Kristna guðs.

Elle_, 28.11.2015 kl. 11:05

32 Smámynd: Elle_

 Og ef hann er sonur guðs getur hann verið guð sjálfur. 

Elle_, 28.11.2015 kl. 15:20

33 Smámynd: Elle_

- - ekki verið guð sjálfur.

Elle_, 28.11.2015 kl. 15:21

34 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Mofi, Gyðingar trúa ekki að Jesús hafi verið sonur Guðs. Samkvæmt þinni röksemdafærslu trúa Gyðingar og kristnir ekki á sama guðinn.

Elle, samkvæmt kenningum kristninnar er Guð þríeinn. Hin heilaga þrenning er Guð, sonurinn og heilagur andi. Samt er Guð einn. Röklega séð gengur þetta auðvitað ekki upp, en trú og rökfræði eiga oft ekki samleið. 

Wilhelm Emilsson, 28.11.2015 kl. 22:19

35 Smámynd: Mofi

Wilhelm, þú ert ekki eins sljór og almannarómur vill meina.

Mofi, 29.11.2015 kl. 10:58

36 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Guð hjálpi þér, Mofi :0)

Wilhelm Emilsson, 29.11.2015 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband