RÚV boðar sundrungu með Samfylkingu

Varaþingmaður Samfylkingar, Baldur Þórhallsson, skrifaði færslu á fésbókina sína og gagnrýndi forseta Íslands fyrir að taka ekki undir með góða fólkinu að múslímatrú og hryðjuverk eru tveir aðskildir heimar.

RÚV, vitanlega, tekur upp fésbókarfærslu Baldurs og gerir að sinni. Í hádegisfréttum tekur fréttamaður undir með Baldri og segir (6:47) ,,það ætti að vera hlutverk forseta að sameina?" Til að sameina eitthvað þarf fyrst að sundra. En hér er engri sundrungu til að dreifa, nema í höfði varaþingmannsins.

Varaþingmaður Samfylkingar má vitanlega hafa uppi hverja þá skoðun sem honum sýnist. En að fréttamaður RÚV, sem á að heita hlutlægur og faglegur fréttamiðill, skuli taka undir áróðurshjal að íslenska þjóðin sé sundruð er út í bláinn.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er annarrar skoðunar en Baldur um orð forsetans vegna hryðjuverka múslíma. Hannes gerir grein fyrir skoðun sinni í pistli á fjölmiðli. RÚV hlýtur að taka viðtal við Hannes og útvarpa.

Eða stendur RÚV-ið fyrir Rauna-Útvarp-Vinstrimanna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það skyldi þó ekki vera Páll að þrna hittir þú naglann beint á höfuðið og "kafnegldir" hann? wink

Jóhann Elíasson, 23.11.2015 kl. 14:26

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Mikið svakalega er gott á greinarhöfund að hann taki þátt í því með okkur hinum, sundruðu, að greiða fyrir góða þjónustu RÚV. Hinsvegar er greinarhöfundur, að mínu mati, fastur í því fari að RÚV fylgi stjórnvöldum á hverjum tíma í einu og öllu. Nú er nefnilega hætt að ráða inn eftir flokkskírteinum. Það ferli hófst þegar einn framsóknarmaður varð fréttastjóri í einn dag. Nú eru aðrir tímar. Hinsvegar, sem fyrr, metur greinarhöfundur (sem, svara aldrei málefnalegri og nútímalegri gagnrýni hér ) ekkert þann þátt málsins þar sem mikið var gert úr orðum ÓRG, bæði í útvarpi og sjónvarpi (RÚV). Það má þá lesa hvað greinarhöfundur er í raun gamaldags og forn í hugsun, því hann greinilega gerir einfaldlega ráð fyrir því og lítur á það sem sjálfsagðan hlut. Auðvitað vita þeir sem eru staddir í raunveruleikanum (og leggja ekki út af hatri sínu á RÚV í hverri færslu, sem mest þeir mega) að þannig er það ekki. Sjálfstætt starfandi fréttastofa með sjálfstætt fréttamat ræður hvað hún setur í loftið. Hinu ber svo að fagna að greinarhöfundur hjalpar til við að viðhalda RÚV með því að vera einn dyggasti hlustandi fjölmiðilsins, missir greinilega ekki af hádegis- og kvöldfréttum, Speglinum eða sjónvarpsfréttum. Því hljóta auglýsendur að fagna, að þrátt fyrir allt, þá heldur RÚV sínum kjarna í hlustun og áhorfi. Takk fyrir það Páll. Þá hlustum við og horfum saman í kvöld ;) 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.11.2015 kl. 14:58

3 Smámynd: Jón Bjarni

Nú er langstærstur meirihluti fórnarlamba t.d. ISIS aðrir múslimar - hvernig er það - eru þeir múslimar líka nátengdir hryðjuverkum?

Jón Bjarni, 23.11.2015 kl. 16:04

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Pistill varaþingmannsins glymur líka í hverjum fréttatíma Bylgjunnar í dag.  Ef marka má hefur forseti vor sundrað þjóðinni. 
Sum okkar skiljum ekki alveg hverju var sundrað því ef nokkuð er, er því öfugt farið.  Við erum nefnilega flest orðin á varðbergi því fullyrt er að Ísland sé á aftökulista ISIS. 

Kolbrún Hilmars, 23.11.2015 kl. 16:31

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Við Jóhann og Kolbrún erum sammála Páli  og ég bæti við hér hve einstaklega heppin íslenska þjóðin er með forsetann okkar,sem þorir og grípur inn í þegar þjóðin þarfnast hans mest.

Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2015 kl. 18:47

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Baldur Þórhallsson og þeir sem hann verja, hafa sennilega ekki hlustað á allt viðtalið við forsetann, vita ekki hvað hann sagði. Vel gæti líka verið að þetta fólk skilji ekki mælt mál.

Orð forsetans voru æði skýr. Hann tók ekki afstöðu til eins hóps eða neins, benti einungis á þá staðreynd að málið verði að ræða á opinskáum grundvelli. M.a. benti hann á þá staðreynd að stjórnmálaflokkum hér á landi er með öllu bannað að taka við erlendum fjárframlögum og kastaði fram þeirri spurningu hvort við þær aðstæður gæti talist eðlilegt að trúfélög mættu taka við slíkum styrkjum.

Boðskapur forsetans var skýr, að málið ætti að ræða á opnum grundvelli. Að allar raddir ættu að heyrast. Einungis með því væri komist að einhverri vitrænni niðurstöðu, því eins og forsetinn benti á, þá hafa allir eitthvað til síns máls, hvar í flokki sem þeir væru og hverjar sem skoðanir þeir hefðu.

Að þegja málið í hel er engin lausn, ekki heldur að ræða það frá einni hlið. Það er enginn einn sannleikur, sérstaklega ekki þegar um trúmál ræðir.

Sjálfur hef ég skýrar skoðanir um þetta mál og tel mig mega tjá þær að vild. Að sama skapi mega virði ég skoðanir annarra um málið. Þannig hefst umræða og þannig er hægt að komast að niðurstöðu.

Því miður er Baldur Þórhallsson og margir sem honum fylgja að málum ekki sammála þessu. Þeir vilja stjórna umræðunni og ráðast gegn öllum þeim sem ekki fylgja þeim að málum, jafnvel þó einungis sé bent á að kannski séu til fleiri fletir á því en þeir sem "góða fólkið" sér.

Þegar menn mæta í viðtöl í útvarpi, eða tjá sig á annan hátt í fjölmiðla, er lágmark að þeir hlusti vel á þann sem þeir ætla að gagnrýna. Að æða ekki af stað í fljótfærni, með gróusögur sem heimildir.

Fréttastofa ruv fer hins vegar hamförum í þessu máli. Það hefði verið hægðarleikur fyrir fréttastofuna að finna einhvern sem hefði þótt orð forsetans allt of væg, að hann hafi ekki verið nægjanlega ákveðinn gegn þeim trúarbrögðum sem geta af sér þessi öfgaöfl.

Flestir, sem sæmilega eru að sér og hafa lágmarks skynsemi, ættu þó ekki að velkjast í vafa um orð forsetans, þurfa einungis að hlusta á viðtalið í heild sér. Þar er hann einungis að benda á að opin umræða, þar sem sem flest sjónarmið koma fram, er eina rökrétta leiðin. Að opin og hispurslaus umræða sé lausn alls vanda, en þögn eða stýrð umræða mun einungis auka hann.

Gunnar Heiðarsson, 23.11.2015 kl. 20:40

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tekur einhver í alvörunni mark á þessum manni?  Ég verð samt að segja að mér ofbauð viðtalið í útvarpi allra landsmanna, útvarpi þjóðarinnar, útvarpi okkar allra.  Flumósa æstur og bullaði bara hreina steypu.  Skil ekki af hverju er yfirleitt verið að koma þessum manni og nokkrum fleiri endalaust að sem ÓHÁÐUM AÐILUM. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2015 kl. 21:06

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jæja, það eru þá til nokkrir aðilar sem aðhyllast Framsóknarmenn, þá forsetann og hans menn en eru samt málefnalegir, líkt og Gunnar Heiðarson hér að ofan. Takk fyrir það.

Vilji menn og konur ræða forsetann, þá er alveg þess virði að ræða það.

ORG var fyrst með rauða stimpill á sér, var ekki kosinn í þágu Sjálfstæðis-og Framsóknar. Svo vann hann hug og hjörtu þjóðar sinnar, þá bæði við andlát Guðrúnar Katrínar og svo hversu oft Dorrit sýndist alþýðleg. Svo kom hrun og ORG fékk "máttinn" með Icesave. Snerist gegn þeim sem studdu hann áður eða eins og einn þingmaður Reykvíkinga kallar það, kennitöluflakkar í pólitík. ORG mátti standa sig vel í Icesave málinu, þó svo að ég hafi verði á þeirri skoðun að við hefðum átt að samþykkja Icesave III, er nokkuð viss um að við hefðum komið út, ekki verr en í dag. ÓRG hefur hinsvegar snúist gegn meirihluta þjóðar, að mínu mati en um leið tryggt sér atkvæði íhaldsmanna, sem ekki vilja breyta neinu, tryggja sömu hagsmuni fyrir "rétta" fólkið. Sé ÓRG á leið i innanlandspólitík, þá á hann að tilkynna það en ekki vera með yfirlýsingar um Schengen sem Innanríkisráðherra væri. Eigum við þá ekki alveg von á því að ÓRG tilkynni að við séum hætt í Nató eða hér verði tekin upp vegabréfaeftirlit við Mosfellsbæ ? Maðurinn er ekki lengur forseti þjóðar, hann er líkt og okkar forsætisráðherra, bara fyrir suma að mínu mati.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.11.2015 kl. 21:16

9 Smámynd: Elle_

Gunnar Heiðarsson er alltaf málefnalegur.  

Og forsetinn er enn forseti þjóðarinnar.  Hann var kosinn lýðræðislega aftur og aftur 5 sinnum í röð og ekki út í bláinn en vegna þess að fólk treysti honum betur en öðrum fyrir embættinu.  Og það verður að kallast óvanalegt.  (Fólk hefur kallað hann besta forseta nútímans).  Hann er staðfastur, skýr og öruggur forseti og stjórnmálamaður.  Já stjórnmálamaður.  Það vantar nokkra enn eins og hann en ekki þessa veiklulegu stjórnun þar sem menn ekki þora.  Þú talar eins og forsetinn ætti að vera hlutlaus en það segir stjórnarskráin bara alls ekki.

Elle_, 23.11.2015 kl. 22:39

10 Smámynd: Elle_

Með þessu var ég ekki að segja að allir íslenskir stjórnmálamenn væru veiklulegir.  Það eru nokkrir góðir að mínum dómi fyrir utan forsetann. 

Elle_, 23.11.2015 kl. 22:58

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Maður veit ekki almennilega hvað gerðist þegar þessi pislahöfundur var formaður Samfylkingarfélags...

En síðan þá hefur hann verið með það á heilanum að allt sem hann er ergilegur út í er Samfó að kenna.   Það eru sennilega til pillur við þessu held ég.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.11.2015 kl. 07:09

12 Smámynd: Elle_

Hafið þið samfylkingarmenn ekkert gáfulegra að gera en gerast sjálfskipaðir geðlæknar opinberlega og tala um pillur fyrir fólk?  Lýsir miklu betur innræti þínu en Palla.  Það væri þá yfir 90% þjóðarinnar á pillum ef allir ætluðu að hlusta á þig.

Elle_, 24.11.2015 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband