Fátækt, gróðurhús og afsakanir fyrir morðum

Ríki íslam byggir á trúarpólitískri hugmyndafræði sem er einbeitt og afgerandi. Á vesturlöndum reyna sumir að slæva vitund okkar um hættur hugmyndafræðinnar.

Okkur er sagt að fátækir og afskiptir múslímar á vesturlöndum sækist í herskátt Ríki íslam til að jafna sakirnar við vestrænt þjóðfélag. Reynslan segir okkur að flest herskáu ungmennin á vesturlöndum sem ánetjast Ríki íslam eru úr millistétt.

Þetta eru ekki reiðir ungir menn sem vestrænt samfélag hafnar, heldur kaldrifjaðir og miskunnarlausir morðingjar. Slíkt fólk verður ekki við tilteknar efnahagsaðstæður heldur tileinkar það sér viðhorf um að líf annarra sé aðeins verkfæri í þágu málstaðar.

Önnur skýring góða fólksins á vesturlöndum er að gróðurhúsaáhrifin gefi þeim herskáu byr undir báða vængi. Uppskerubrestur vegna óvenjumikilla þurrka auki á samfélagsupplausnina í mið-austurlöndum, sem var þó nóg fyrir.

Á bakvið báðar skýringar góða fólksins á morðum Ríkis íslam er sú hugsun að fátækt og allsleysi geri fólk að morðingjum. En það er einfaldlega rangt. Íslendingar voru fátækir um allar aldir en fóru ekki hamförum sem morðingjar. Fátækt elur ekki af sér morðingja. 

Trúarpólitísk hugmyndafræði herskárra múslína bæði réttlætir og hvetur til morða. Og þannig verða til morðingjar sem við ættum ekki að afsaka.   


mbl.is „Við lifðum góðu lífi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Sammála þessu. Islam er uppspretta hryðjuverka og fjöldamorða. En hvenær elítan á Vesturlöndum, sem allt hefur sitt á þurru, ætlar að hætta að klappa þessum hundingjum og gjalda líkt fyrir líkt er ráðgáta.

Aztec, 17.11.2015 kl. 18:15

2 Smámynd: Aztec

Í framhaldi af því sem þú skrifar; það er til spænskt máltæki sem hljóðar: Cría cuervos y te sacarán tus ojos. (Ef þú elur upp krákur, þá munu þær kroppa úr þér augun). Þetta á við hér, þegar vanþakklátir gestir myrða gestgjafann.

Aztec, 17.11.2015 kl. 18:35

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru ótal margar ástæður fyrir sturlun. Sturlun er ekki afmörkuð við einhverja eina skýringu. Fjölmargar ólíkar ástæður, sem ekki er pláss fyrir í einni athugasemdargrein.

Kannski heimsins háskólar ættu að kynna sér allar finnanlegar ástæður fyrir sturlun, og fá heimsfjölmiðlana til að birta upplýsingarnar?

Það er að segja ef fjölmiðlastjórnanna-Pápi Vatíkansins leyfir þeim að tjá sig um staðreyndir, í skattpíningar bankaræningjafjölmiðlum heimsins?

Pápa-klíkan veit að allir sturlast ef sálfræðilegum réttum mannskepnuaðferðum er beitt, og á meðan barnaheilaþvottaskólarnir virka.

Og enginn "þorir" að opinbera bankatortímingaröflin, á yfirveguðu mannamáli í risafjölmiðlunum og víðar, því þá gæti eitthvað skelfilegt gerst í píramídatopp heimsbankaræningjamafíunnar?

Hvort er hættulegra að þegja í meðvirkni-þrælafangelsi heimsbankaræningja, eða segja frá staðreyndum? 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2015 kl. 00:16

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl vertu Anna Sigríður mín. Síðasta málsgreinin þín er spurning um annað tveggja hættulegra aðgerða,að þegja eða segja.Ég velti þessu fyrir mér eins og getraun og  komst að því að hvorugt er hættulegt. Okkur er ekki trúað og það bara þaggað.
Víglundur lögfræðingur er með haldgóð rök um rán af okkar/ríkisins innstæðureikningi,það verður ekki sótt í vasa þeirra eftir losun gjaldeyris hafta.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2015 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband