Góða fólkið vill óskiljanleg orð

George Orwell þekkti góða fólkið inn að beini. Hann greindi orðanotkun þess og vakti athygli á hve það reyndi eftir megni að fela merkingu orðanna. Lýsingarorðið orwellska er notað um málfar sem blekkir en upplýsir ekki.

Margrét Tryggvadóttir og góða fólkið vill að við köllum Ríki íslam öðru nafni, Daesh, til að fela tenginguna milli múslímatrúar og hryðjuverka.

Næsti áfangi góða fólksins er að kalla morðingjana upp á arabísku; al-Dawla al-Islamiya fi al-Iraq wa al-Sham. Og allir vita hvað það þýðir. Er það ekki annars?


mbl.is Veita Frökkum hernaðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Orwellskan veður uppi þar sem fólk vill hagræða hlutunum að geðþótta. Orðin "Ríki íslam" lýsa hugmyndafræði um eitt alsherjar kalífadæmi, það hentar góðafólkinu ekki að tilgangur ISIS sé svo augljós. 

Ragnhildur Kolka, 17.11.2015 kl. 12:03

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Rétt hjá þér kæri Páll.

Þá er þörf á að gera Brennuvargana hans Max Frisch að skyldulesningu í grunnskóla. Við verðum að koma í veg fyrir að fjöldaframleiða Biedermanna íþessum mikla mæli og raun ber vitni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.11.2015 kl. 12:32

3 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sæll Páll.

Ég mæli með annarri bók sem skyldulesningu.  Hún heitir Íslamistar og Naívistar, eftir þau hjónin Karen Jespersen og Ralf Pittelkow.  Hún varpar jafn skemmtilega skýru ljósi á islamistavandamálið og bókin The Blind Watchmaker varpaði á sínum tíma á þróunina

Kristján Þorgeir Magnússon, 17.11.2015 kl. 15:31

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

Eins og svo oft áður hefur þú ekki kynnt þér málið áður og snýrð öllu á haus en þú ræðst á lyklaborðið. 

Daesh er einmitt notað til að niðurlægja og gera lítið úr ISIS. Ef við notum heiti sem þessir glæpamenn velja fyrir sig þá telst það viðurkenning á þeirra hugtökum. Þess vegna er fólk að reyna að venja sig við að nota Daesh. 

https://newrepublic.com/minutes/123909/world-leaders-have-taken-to-calling-isis-daesh-a-word-the-islamic-state-hates

Jón Ragnarsson, 17.11.2015 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband