Vinstriflokkarnir vildu Ísland í gjaldþrotaferli ESB

Samfylking og Vinstri grænir töldu Ísland fjárhagslega og pólitískt gjaldþrota eftir hrun og vildu land og þjóð inn í gjaldþrotaferli er lyki með aðild að Evrópusambandinu.

Sannfæring vinstriflokkanna um ónýta Ísland var meginástæðan fyrir ákefð þeirra að Íslendingar skyldu axla ábyrgðina á skuldum einkabanka, Icesave, og að stjórnarskrá lýðveldisins skyldi fargað fyrir nýtt vinstraplagg stjórnlagaráðs.

Höggið sem Ísland fékk á sig haustið 2008 gerði þjóðina vankaða. Vinstriflokkarnir nýttu sér taugaáfall þjóðarinnar og keyrðu áfram popúlistapólitík um að ESB-aðild væri töfralausn.

Strax eftir kosningasigur vinstriflokkanna vorið 2009 var hafist handa við að knésetja þjóðina með Icesave-skuldunum. Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur, fyrir atbeina forseta, hnekktu Icesave-ánauðinni. Atlagan að stjórnarskránni hélt áfram allt kjörtímabilið og rann endanlega ekki út í sandinn fyrr en á útmánuðum 2014.

Það kom í hlut ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að endurreisa sjálfstraust þjóðarinnar og setja stopp á gjaldþrotaferlið inn í ESB.


mbl.is Ísland lent í greiðsluþroti innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef Icesave samningarnir hefðu tekið gildi hefði íslenska ríkið samstundið orðið gjaldþrota. Ástæðan er sú að þeir kváðu á um gríðarháar skuldbindingar í erlendum gjaldmiðlum. Ríkissjóður Íslands inniheldur aðeins krónur, og það liggur fyrir að gjaldeyrir til að standa straum af þessu var aldrei og hefur aldrei verið til. Það segir allt um hversu galið uppátæki þetta stærsta svikaloforð Íslandssögunnar var.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2015 kl. 19:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki nóg með að "Vinstri Hjörðin" vildi að við tækjum Ices(L)ave á okkur og ábyrgðumst skuldir bankanna - HELDUR HAFA ÞEIR MJÖG REYNT FRAM AÐ GERA EFNAHAGSHRUNIÐ AÐ PÓLITÍSKU HRUNI OG HALDIÐ ÞVÍ FRAM AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG FRAMSÓKNARFLOKKURINN HAFI VALDIÐ HRUNINU. En svona til að upplýsa "Vinstri Hjörðina" skal þess getið að Efnahagshrunið var ALÞJÓÐLEGT og ekki vitað til að Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur hafi komið að stjórn eins einasta lands í Evrópu (utan Íslands) eða nokkurs staðar annars staðar í heiminum.  Þetta lið er alveg fast í því að reyna að gera Efnahagshrunið að Pólitísku Hruni og ég held að þeim hafi tekist að sannfæra nokkrar einfaldar sálir...

Jóhann Elíasson, 2.11.2015 kl. 20:00

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Írland er að ná sér hraðar á strik eftir bankahrun.

http://www.theguardian.com/business/2015/sep/10/irelands-economy-continues-to-surge-as-recovery-gathers-pace

Jón Ragnarsson, 2.11.2015 kl. 21:35

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hér tala náttúrulega sérfræðingar.En skv. því sem ég man þá voru nú flestir Icesave samningar bundnir skilyrðum um stöðu okkar á þeim tíma sem átti að borga þá. Þá hefur komið í ljós að það voru innistæður fyrir öllu Icesave í þrotabúi Landsbankans. Þannig að ef að Íslenska ríkið hefði þurt að leggja eitthvað út þá hefði það fengist til baka væntanlea þar sem ríkið hefði þá átt kröfu í búiði og það átti fyrir öllum forgangskröfum og búið að borga upp Icesave.  En flott að við unnum svo að lokum málið gegn ESA. Minni á að Sjálfstæðisflokkurinn lagði jú grunnin að því að við fórum að semja um Icesave um áramótin 2008 til 9 og allir flokkar töluðu á þeim tíma um að það þyrfti að semja enda var okkur neitað um nauðsynleg lán nema að við lýstum því yfir. Indefence kom síðar og vildi að við myndum berjast fyrir því að borga ekki neitt og síðar Framsókn. Það voru síðan vinstriflokkarnir sem skipuðu lögfræðiteymið og stóðu að samvinnu flokkana að því verja okkur fyrir dómi. Reyndar eftir 4 samningadrög sem þjóðin hafnaði.  En það að vera með þetta mál óklárað kostaði okkur líka gríðarlega í óhagstæðum lánakjörum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2015 kl. 22:34

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Atlagan að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?

Icesave-reikningarnir voru til þess ljóta bankaleiks stofnaðir (meðal annarra af Bretastjórnsýslu), að hæglega gengi að kúga þessa Íslands-örþjóð undir veldi stjórnlauss risagjaldmiðils-tengingu, sem ekki byggðist einu sinni á lagalegum reglum né siðmenntuðum og heiðarlegum milliríkja-viðskiptagrunni. Reglurnar virðast ekki standast nokkurt réttlætanlegt siðmenntað viðmið.

Kannski Pétur Gunnlaugsson, sem tekið hefur sér lögfræðingsins ráð-viskusæti á Útvarpi Sögu, geti útskýrt fyrir hlustendunum og þér Páll minn, hvað hann var að hugsa sér með stjórnlagaráðs-slaufunum lögfræðilega óskiljanlegu og rembingshnýttu?

Það er kannski komið að því að lögfræðingurinn og stjórnlagaráðsskáldið Pétur Gunnlaugsson útskýri það fyrir þér og hlustendum Útvarps Sögu í næsta samtalsþætti ykkar, hvað hann var að villast í stjórnlagaráðinu?

111. tillögugrein stjórnlagaráðs gefur heimild til framsals ríkisvalds.

111.gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds, (hvernig framsal?), til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahags-samvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávalt vera afturkræft, (hvernig afturkræft?). Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Samþykki alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.

Ég hef eiginlega aldrei lesið annað eins rugl eins og þessa óskiljanlegu og óútskýrðu 111. tillögugrein stjórnlagaráðs-lögfræðinga-viskubrunnanna löglærðu. Alþingi hefði endanlega ekkert að segja um framtíð og ákvarðanir Íslands, eftir afsal lýðræðiskjörinna ráðamanna Íslands? ESB gerir ekki ráð fyrir lýðræði né frelsi af neinni sort. Einungis stjórnlaust, miðstýrt og kúgandi ófrelsi, af heimskommúnista-miðstýringar-stjórnveldi.

Úff!

Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu, útskýrir þessa þjóðartilætlunar-samþykktu 111. gr. væntanlega í næsta spjallþætti ykkar á Útvarpi Sögu allra landsmanna.

Það er ekki enn búið að banna frjálsar útvarpstöðvar á Íslandi. Þökk sé núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.11.2015 kl. 04:05

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég minni þá á Maggi,að Það var Loftur Altacie Þorsteinsson sem komst að þeirri lagalegu staðreynd,sem Davíð hafði reyndar sagt fyrr"Við borgum ekki skuldir óreiðu manna"- Í þeim efnum voru þeir sammála hann og Ólafur forseti.Íslandi leggst jafnan eitthvað miklvægt til,sem bjargar þjóðinni frá útrýmingu.

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2015 kl. 04:11

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir pistil þinn Anna Sigríður,sá hann ekki fyrr,en ég smellti þessum stubb hér. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2015 kl. 04:15

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Margir nota samlíkingar til að mótmæla gerningum eins og þessari 111 grein. Gæti þetta líkst afturkræfu framsali á jarðarhlunnindum. -- Þetta landssölulið er engu öðru líkt. Það má ekki slíta upp túnfífil eða breita sprænum til hagsbóta fyrir landslýð,það eru náttúruspjöll.Hver mokaði yfir lækinn í lækjargötu?

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2015 kl. 04:43

9 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Jón Ragnarsson - Írar eru að "feika það". Erlend stórfyrirtæki sjá sér hag í að nýta skattaundirboð Írlands gagnvart fyrirtækjum og búa því til falskan útflutning á þjónustu sem er ekkert skárri bókhaldsbrella heldur en það sem Grikkir eru þekktir fyrir. Þegar skattabólan springur þá er keltneski tígurinn ekkert annað en blautur og hungraður flækingsköttur. Kannski ESB endi bara sem eitt allsherjar skattaskjól eða skattaparadís ef það á að lifa af og þá á kostnað skatttekna ríkja utan ESB. Það er sérlega kómískt þegar jafnvel mætustu vinstrimenn dásama nýfrjálshyggjuna á Írlandi sem skínandi dæmi um mátt ESB.

http://www.finfacts.ie/irishfinancenews/article_1028148.shtml

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/eu/11949038/Europes-glory-days-at-an-end-warns-Juncker.html

http://www.attac.is/greinar/%C3%ADrska-kreppan-kl%C3%BA%C3%B0ur-n%C3%BDfrj%C3%A1lshyggjunnar

Eggert Sigurbergsson, 3.11.2015 kl. 07:07

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er nú meiri þvælan hjá þér Páll. Vinstir stjórnin tók við efhahagslegum rústum sem var afleiðing af stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og reisti landið úr þeirri kreppu sem er ástæða þess að við höfum það mun betra í dag og mælumst með næst bestu lífskjör í heiminum.

 

Hvað Icesave málið varðar þá voru okkur fáar bjargir bannaðar í upphafi og áttum fáa vini og stuðningsmenn í því máli. Ekki einu sinni hinar Norðurlandaþjóðirnar studdu okkur í því máli á þeim tímapunkti. Það hefði því sett okkur í enn verri stöðu að reyna ekki að semja um málið. Ástæða þess að stjórnarflokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn vildu semja í því máli var sú að þeir töldu áhættuna af dómsmáli of mikla. Við vorum heppin í því dómsmáli en það hefði gerað endað með mun verri klyfjum en samningurinn sem var hafnað. Þetta snerist aldrei um það að vilja setja klyfjar á þjóðina sem ekki var þörf á. Fullyrðingar um slíkt eru ekkert annað en aumt skítkast.

 

Hvað varðar ESB aðild þá hefur henni aldrei verið haldið fram sem töfralausn heldur leið til að bæta hér lífskjör og gera landið okkar meira aðlaðandi fyrir ungt fólk en er í dag. Það er flest sem bendir til þess að ESB aðild muni bæta hér lífskjör og það fylgja fáir ókostir ESB  Það er til dæmis rakið kjaftæði sem margir ESB andstæðingar halda fram að því fylgi afsal auðlinda. Við munum halda öllum okkar auðlindum þar með talið fiskveiðiauðlindinni þó við göngum í ESB og það án nokkurra undanþága eða breytinga á ESB reglum í aðildarsamningi. Það hefur engin ESB þjóð nokkurn tíman þurft að láta frá sér auðlind fyrir aðild og það hefur aldrei staðið til að gera auðlindir aðildarþjóða á einhvern hátt sameign ESB ríkja.

 

Staðreyndin er sú að það var ríkisstjóprn Jóhönnu Sigurðardóttur sem reif Ísland upp úr rústum hrunsins og það er því henni að þakka að við búum í dag við einhver bestu lífskjör í heiminum. Ef okkur hefði auðnast að gerast aðilar að ESB byggjum við sennilega við enn betri lífskjör en við búum við í dag.

Sigurður M Grétarsson, 6.11.2015 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband