Stórt nei við ESB - en lýðræði borgar ekki skuldir

Grikkir segja afgerandi nei við Evrópusambandinu og lánaskilmálum þess. Já-hreyfingin í Grikkland barðist fyrir ESB-aðild og samningum við lánadrottna. Stórt nei þýðir að gríska þjóðin hafnar leið ESB-sinna.

Eftir nei-ið þarf að borga skuldir, þær hverfa ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Rökrétt afleiðing af nei-i er að Grikki lýsi yfir þjóðargjaldþroti, segi sig frá evru og ESB og taki upp nýjan gjaldmiðil.

En pólitíkin er ekki alltaf rökrétt, allra síst ESB-pólitíkin.


mbl.is Evrópusambandið „virðir niðurstöðuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bragason

Þessi þjóð var rænd eins og við þó eftir upptöku evru væri. Ef þeir fara út úr ESB og taka aftur upp drökmu geta þeir stýrt kaupmætti landa sinna í samræmi við þau verðmæti sem verða til í þjóðfélaginu sem byggir eins og annarsstaðar á sjálfbærni. Auðlindum eins og t.d. landbúnaði og ferðaþjónustu og þeirri vinnu sem fólkið leggur til þess að gera raunveruleg verðmæti úr því sem úr er að moða. Þeir njóta góðs af t.d. með auknum ferðamannastraum og þeir sem ferðast til landsins líka því allt verður svo ódýrt :) Mismunurinn þeas. sá erlendi gjaldeyrir sem verður eftir í landinu verður nýttur til nauðþurfta aðfanga fyrir innviði samfélagsins en þó first og fremst greiðslu til lánadrottna, nema ef vera skildi að eitthverjum tækist að stela því aftur. Já allt er hverfult í þessum heimi og meira að segja skuldir líka en bara þegar þú, heimilið þitt, fyrirtækið eða þjóðfélagið fer á hausinn og lánadrottininn þarf að afskrifa skuldina. En lánadrottinn er nú bara hver sá sem lánar öðrum pening.

Gísli Bragason, 5.7.2015 kl. 19:27

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Held ekki að Nei-ið þýði útganga úr ESB og taka upp annan gjaldmiðil í stað EVRU. En þetta mun án efa þrysta á ráðamenn ESB að bjóða Grikkjum betur og þá samning sem veitir þeim tækifæri. Annars er ómögulegt að segja hvernig hlutirnir þróast. En Já hefði leitt til algjörs hruns og verið hörmung fyrir Grikka. Það er ég viss um.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.7.2015 kl. 19:41

3 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Var ekki sagt nei gegn AGS, sömu glæpasamtökum og íslendingar halda ekki vatni yfir?

Jón Páll Garðarsson, 5.7.2015 kl. 19:57

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þsð eru forystumenn sjálfir innan ESB sem hafa sagt að ef nei verði ofar þá þýðir það að Grikkjr séu úti...

Grikkjir sjálfir eru að hafna skilmálum sem eru þeim ofviða og ekkert annað en skynsemi í því hvað sem framhaldið verður...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.7.2015 kl. 21:32

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem á eftir að koma í ljós núna í kjölfarið á þessari niðurstöðu er að það er engin lögleg leið til að ganga úr myntbandalaginu. Það var ein af hönnunarforsendum evrunnar og án þeirrar forsendu virkar hún ekki frekar en bíll sem er búið að taka gírkassann úr eða kveikjuna etc.

Það sem þetta mun sanna er að innganga í Evrópusambandið, sem þýðir um leið umsókn um aðild að myntbandalaginu, felur í sér óafturkræft framsal fullveldis, að minnsta kosti í peningamálum og öllu sem af því leiðir.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2015 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband