Blýantsnagarar og kennarar - ekki sama fólkið

Stór hluti opinberra starfsmanna er kennarar. Aðhald með mætingu kennara er eðli málsins samkvæmt mun strangara en með opinberum starfsmanni á skrifstofu. Kennari sem verður ber að óeðlilegum fjarvistum og óstundvísi er ekki langlífur í starfi.

Ótækt er að allir opinberir starfsmenn liggi undir grun um að hyskni. Verður að gera kröfu til frekari sundurliðunar.

Mestar líkur á fjarveru í starfi er hjá opinberum starfsmönnum sem eru óþarfir. Nánari greining gæti nýst til að frelsa hluta vinnuaflsins frá óþurftarstarfi og í leiðinni sparað almenningi skattfé.


mbl.is Opinberir starfsmenn oftar í fríi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ætli að það spili ekki inn í þetta að um helmingur ríkisstarfsmanna eru heilbrigðisstarfsmenn og vaktavinnufólk Skilst að um 25% starfsmanna ríkisins vinni á Sjúkrahúsum. Það er bara held ég ómögulegt að það fólk sé að mæta veikt í vinnu! Minnir að ríkisstarfsmenn séu um 20 þúsund og þar af séu um 5 þúsund sem vinna bara á Landspítala. Og því er hægt að reikna með að um hlemingur ríkisstarfsmanna séu að vinna á sjukrahúsum, heilsugæslu, öðrum sjukrastofnunum og fleira. Þannig að þessi dómharka hér að ofan er eins og margt ekki byggt á staðreyndum. Þ.e. að kennarar séu öllum starfsmönnum fremri.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.5.2015 kl. 16:41

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott kvöld Magnús!Það þarf örugglega að bæta mætingar og skreppur hjá allt of mörgum gegnum tíðina og ekkert nema rétt að það sé kannað.--- En varðandi kennara er vinna þeirra þannig að foreldrar virka sem eftirlitsaðilar. Varla kæmust kennarar upp með að mæta seint og illa hjá þeim yngstu,hvað þá í framheldsskólum þar sem þeir þurfa að vera mjög vel undirbúnir í tímum og nemendur fljótir að átta sig ef svo er ekki.Það má alveg taka fram að kennurum er annt um nemendur sína,það hef ég marg oft séð,umhyggja þeirra er aðdáunarverð.

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2015 kl. 23:07

3 identicon

Ég veit ekki með ykkur en í gegnum öll mín skólastig þá voru alltaf nokkrir svartir sauðir að kenna sem höfðu nokkuð glopótta mætingu og áttu það til að mæta hífaðir í tíma.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 00:27

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég þarf að fara svo langt aftur í tíma að það er sársaukafullt,að minnast.það er að skólastjóri lamdi í höfuð drengs sem gæti hafa verið með athyglisbrest sem þá var ekki þekktur. Fyrir framan alla í bekknum og sagði gæturðu ekki komið þessu í hausinn á þér,eða grófara man ekki orðrétt.Afhverju létum við þetta viðgangast ég fer með þá samvisku í gröfina. En það var ekki venja að börn væru að ybba sig við kennara. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2015 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband