Valdaræðan í Myrká

Kvikmyndin Myrká (Mystic River) eftir Clint Eastwood hverfist um þrjá æskufélaga í stórborg. Einn er misnotaður í æsku og ekki eins og fólk flest. Annar eignast hverfisbúðina og verður forræðismaður í samfélaginu en sá þriðji lögreglumaður.

Myndin hefst með morði dóttur búðareigandans. Lögreglumaðurinn er lengi vel úrræðalaus. Brestir í hjónabandi misnotaða æskufélagans leiða til þess að búðareigandinn sannfærist um að hann sé morðinginn.

Búðareigandinn drepur minni máttar æskuvin sinn en lögreglumaðurinn leysir morðgátuna. Eyðilagður yfir drápinu leggst búðareigandinn í depurð. Þá kemur til skjalanna eiginkona hans og réttlætir morðið.

Valdaræðan fær heitið konungsræða með vísun í sígildan myndugleika. Konan veit að saklaus maður var myrtur en ást föður á börnum ásamt gruni um sekt eru nóg rök fyrir morði. Sá sterki verður að grípa til úrræða þegar aðstæður krefja og þótt úrræðin bitni á saklausum eru þau nauðsynleg til að samfélagið haldist starfhæft.

Valdaræðan í Myrká er ekki ómerkilegt framlag til greiningar á valdinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Áhugaverð pæling.

Ég er svolítið forvitinn. Þegur þú skrifar „Sá sterki verður að grípa til úrræða þegar aðstæður krefja og þótt úrræðin bitni á saklausum eru þau nauðsynleg til að samfélagið haldist starfhæft" þá hljómar pistillinnn eins og réttlæting á valdbeitingu. Eða er ég að misskilja eitthvað?

Wilhelm Emilsson, 16.4.2015 kl. 04:35

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Las vinsælustu ummælin; "What an evel bitch"....

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2015 kl. 07:02

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ha ha. Menn eru ekkert að skafa utan af hlutunum á YouTube, Helga :)

Wilhelm Emilsson, 16.4.2015 kl. 07:17

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég er ekki sjálfur kominn með niðurstöðu um valdbeitingu og réttmæti hennar. Ætli ég fylgi ekki heimspekinni sem Snorri lagði Þorgeiri í munn um að með lög skal land byggja en eigi með ólögum eyða.

Ég hjó eftir valdaræðunni í Myrká um dagin þegar ég horfði á myndina, meira fyrir slysni en ásetning, og fannst ástæða til að setja hana á blogg áður en ég gleynmdi henni.

Pælingin um valdið í Myrká er áhugaverð hvort sem eiginkonan er tík eða ekki; og eru það ekki einmitt tíkarsynir sem mishöndla valdið?

Páll Vilhjálmsson, 16.4.2015 kl. 07:45

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kannski Machiavelli fái þá uppreist æru.

Ragnhildur Kolka, 16.4.2015 kl. 10:25

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kærar þakkir fyrir svarið, Páll.

Wilhelm Emilsson, 16.4.2015 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband