Katrín Jakobs meiri ESB-sinni en Árni Páll

Formaður Vg, Katrín Jakobsdóttir, er meiri ESB-sinni en formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason,  í sjónvarpsfréttum RÚV.

Katrín er hlynnt ESB-reglum um íslenska bankakerfið en Árni Páll tekur undir með Frosta Sigurjónssyni þingmanni Framsóknarflokksins um að íslenskir bankar borgi fyrir ríkisábyrgðina.

Forysta Vg slær iðulega úr og í þegar ESB ber á góma, þykist ýmist með eða á móti ESB-umsókninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru málefnin sem skipta máli, en ekki orð manna/kvenna hverju sinni. Það ættum við að hafa lært eftir hrikalegt flækjustiga-EES-stýrða og blekkjandi ofurbanka/lífeyrissjóðs-ræningjaveldiskúganir síðustu ára.

Það er orðið nánast hlægilegt hvernig fólk hangir enn eins og hefnigjarnir valdagráðugir hundar á því margtuggna roði, að fordæma valdalausa einstaklinga á þingi og í ríkisstjórn, (hverju nafni sem þeir einstaklingar nefnast). Vegna þess að Hestaréttarverndaðir kúgarar LÍÚ-banka og ASÍ-lífeyrissjóða stjórna öllu með valdníðingslegum sýslumannsstýrðum ólöglegum ránum á eigum varnarlauss almennings á Íslandi.

Þetta Íslands-banka/lífeyrissjóðarugl er ekki neitt glæpaleyndarmál, sem mafían getur þaggað niður, því Ísland er nú þegar orðið heimsfrægt fyrir það að dómstólar landsins eru bara marklaus skrípaleikur hvítflibbamafíunnar.

Ef á að nafngreina einhverja valdamikla einstaklinga, þá ætti að nafngreina Markús Sigurbjörnsson forseta Hæstaréttar Íslands, og hans eiginkonu Björg Thorarensen lagaprófessor Háskóla Íslands. Þessi valdamiklu hjón glæpastýra öllu heila lagasetninga og dómskerfinu á Íslandi? Og dómsúrskurðirnir mafíustýrðu eru einkamál Markúsar Sigurbjörnssonar, eftir því sem best verður séð.

Umræðuvillandi flóttaleið frá raunveruleikanum er kolófær leið. Þá þarf að snúa við og velja aðra og færari leið að raunveruleikanum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2015 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband