Öfga-Evrópa og byltingarhefðin

Evrópa er vagga byltingarinnar, allt frá þeirri frönsku í lok 18. aldar. Byltingarástand á 19. öld, þegar Evrópa sleit af sér lénsskipulagið, ól af sér öfgar á 20. öld er leiddu til kommúnískra og fasískra byltinga með tilheyrandi blóðbaði.

Öfgarnar voru einkum bundnar við meginlandið. England bauð upp á borgaralegan kapítalisma sem ekki var fullkominn með sinni misskiptingu en samt hátíð á við öfgar meginlandsins.

Eftir seinni heimsstyrjöld var Öfga-Evrópa í frosti kalda stríðsins um áratugi. Þíðan eftir fall Berlínarmúrsins virðist ekki skila sterkri sannfæringu fyrir kostum borgaralegs kapítalisma með félagslegu ívafi.

Öfga-Evrópa lætur kræla á sér á ný.


mbl.is Fimmtungur Þjóðverja vill byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður gerð uppreisn gegn bankavaldinu. Það er yfir og allt um kring og fylgir fólki frá vöggu til grafar.

Bankar eru þrælaeigendur nútímans. Fjötrar almúgans verða ekki leystir nema með einhverskonar byltingu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.2.2015 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband