Vestrænt frelsi til að berjast gegn vestrænum gildum

Vestræn ríki herja á Ríki íslam í Miðausturlöndum sem eru holdgervingur trúarfasisma og mannfyrirlitningar. Samtímis fara vestrænir karlar og konur af múslímsku bergi til Miðausturlanda að styðja Ríki íslams.

Í Bretlandi er síðustu daga rætt um þrjár unglingsstúlkur á leið til vígamanna íslamista. Dálkahöfundur Guardian vekur athygli á því að stúlkurnar eru í fullum rétti að ferðast hvert þær vilja og leggja þeim málstað lið sem hugurinn stendur til.

Dálkahöfundurinn er með nokkuð til síns máls. Vestrænt frelsi er einstaklingsfrelsi og það má líka nota til að berjast gegn vestrænum gildum.


mbl.is Heitir „varanlegum sigri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vandamálið er að það eru foreldrarnir sem biðja um stuðning samfélagsins til þess að stöðva stúlkurnar.  Foreldrarnir hafa nefnilega aðrar væntingar um framtíð þeirra en að þær gerist eigin- og hjákonur vígamanna.  Vita sem er að frekari upphefð er ekki í boði fyrir konur.

Spurningin er; á samfélagið yfirhöfuð að skipta sér af fjölskylduágreiningi af þessu tagi?

Kolbrún Hilmars, 23.2.2015 kl. 17:04

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vandamálið er að samfélagið sleppir engu tækifæri til að skipta sér af einkamálum fólks. 

Ragnhildur Kolka, 23.2.2015 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband