Nei við ESB aldrei jafn traust

Ef aðeins þeir sem taka afstöðu eru 60 prósent þjóðarinnar á móti aðild. Þá eru þeir sem fylgjandi eru aðild hálfvolgir í trúnni, jafnvel samfylkingarfólk.

Það er gömul saga og ný að staðfestan er meiri í afstöðu andstæðinga aðildar en þeirra sem eru fylgjandi aðild.

Langlíklegasta skýringin er sú að fylgjendur aðildar eru hallir undir tækifærismennsku og hugsa sér margir gott til glóðarinnar að fá starf og styrki í gegnum ESB. Sérfræðingar í vinnu hjá hagsmunasamtökum og ríkinu eru í þessum hópi og sömuleiðis háskólaborgarar. Það hefur líka verið áberandi í málflutningi ESB-sinna að þeir ætla að ,,græða" á aðild.

Afstaða andstæðinga aðildar mótast á hinn bóginn fremur af almennu mati og pólitískri lífssýn en skammtímasjónarmiðum.

Ný könnun Capacent Gallup staðfestir að andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu er aldrei jafn traust og nú.

Afturköllum misráðnu ESB-umsóknina strax.


mbl.is Helmingur andvígur aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

 Hárrétt, Páll. Fyrirsögn MBL.is er frekar villandi og ætti frekar að vera: „Þriðjungur fylgjandi ESB“ eða „50% fleiri andvígir ESB en fylgjandi“. Stuðningur við aðild er afar veikur, þrátt fyrir áróðursmaskínuna.

Ívar Pálsson, 18.2.2015 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband